Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 01:00 Þessa mynd úr umdæminu birti lögreglan á Norðurlandi eystra á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld. Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, eru björgunarsveitir að störfum í öllu umdæminu, sem er ansi víðfeðmt. „Hér á Akureyri er búið að snjóa mikið af blautum snjó og það er þungfært víða í bænum. Rafmagn hefur þó haldist á bænum. Lögregla og björgunarsveitir hafa verið að sinna þjónustuverkefnum, koma heilbrigðisstarfsfólki á milli og svoleiðis,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Allir vegir í umdæminu eru meira og minna lokaðir og þá hefur verið rafmagnsóregla víða, eins og Jóhannes orðar það. „Það er að segja rafmagn hefur farið og komið inn aftur. Rafmagnið er inni á Tröllaskaga eins og er, það er að segja á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Það eru björgunarsveitir að störfum á öllum þessum stöðum. Á Ólafsfirði hefur verið aðeins fok og það hafa fokið þakplötur af tveimur húsum. Það er þannig að það er ekki hægt að eiga við að hemja það eins og er það er of mikil áhætta að setja mannskap í það eins og aðstæður eru núna,“ segi Jóhannes. Raflínan hangir lágt yfir veginum Á Siglufirði hafa björgunarsveitarmenn verið að keyra heilbrigðisstarfsmenn til og frá vinnu og á Dalvík hefur björgunarsveitin verið að sinna ýmsu. „Eins og til dæmis núna þá eru þeir að huga að rafmagnslínu sem er búið að hlaðast mikill ís og hún hefur farin að sligast yfir veginn þarna skammt sunnan við Dalvík við afleggjarann inn í Svarfaðardal. Hún hangir lágt yfir veginum. Það er verið að bíða eftir starfsmönnum frá RARIK til að bregðast við þessu en björgunarsveitarmenn vakta línuna eins og er.“ Þá eru líka vandræði með rafmagnslínur í Ljósavatnsskarði. „Laxárlína 1 heitir hún sem er þarna farin að nálgast veginn óþægilega þannig að menn frá RARIK eru á leiðinni þangað. Það hleðst ís á línurnar þannig að þær síga mikið og staurar hafa brotnað sums staðar,“ segir Jóhannes. Þannig hafa til dæmis fjórtán stæður brotnað á Kópaskerslínu 1 samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Þar er tjónið töluvert en ekki verður farið í á meðan veðrið gengur yfir. RARIK keyrir varaafl á Raufarhöfn, Bakkafirði, Kópaskeri og Þórshöfn. Fjarskiptaendurvarpi að verða rafmagnslaus Í Öxarfirði er síðan fjarskiptaendurvarpi að verða rafmagnslaus að sögn Jóhannesar. „Það er ekki rafmagn á honum og hann hefur verið á varaafli. Hann er það sem heldur GSM-kerfinu og Tetra-talstöðvunum okkar lifandi þannig ef hann dettur út þá er dottið út gsm og talstöðvasamband viðbragðsaðila. Það eru menn á leiðinni frá Húsavík til að skoða þetta. Menn eru að brjótast áfram í brjáluðu veðri og mikilli ófærð svo þetta tekur allt sinn tíma þannig að það kann að verða að hann verði straumlaus,“ segir Jóhannes. Þá er búið að gefa það út í flestum skólum í umdæminu að það verði ekki skólahald á morgun, miðvikudag, í það minnsta fram að hádegi. Jóhannes bendir foreldrum og forráðamönnum á að fylgjast vel með heimasíðum sveitarfélaganna, leikskólanna og grunnskólanna. „En síðan má kannski segja það að fólk hefur tekið til greina viðvaranir og ekki verið á ferðinni. Við höfum ekki verið mikið að aðstoða fólk sem hefur verið að ana út í einhverja vitleysu þannig að það hefur blessunarlega ekki þurft að sinna svoleiðis hlutum.“ Aðgerðastjórn verður mönnuð fyrir norðan í nótt og fram á morgun. Akureyri Fjallabyggð Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Netverjar grínast með vonskuveður: „Ófærð season 4“ "Ófærð season 4: Pólski sendiherrann er myrtur af fagmanni. Borgin lokast útaf veðri. Andri verður að leysa málið í blindbyl og áður en því slotar. Dóttir hans skemmir fyrir og er glötuð every step of the way.“ 11. desember 2019 00:42 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. 10. desember 2019 19:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, eru björgunarsveitir að störfum í öllu umdæminu, sem er ansi víðfeðmt. „Hér á Akureyri er búið að snjóa mikið af blautum snjó og það er þungfært víða í bænum. Rafmagn hefur þó haldist á bænum. Lögregla og björgunarsveitir hafa verið að sinna þjónustuverkefnum, koma heilbrigðisstarfsfólki á milli og svoleiðis,“ segir Jóhannes í samtali við Vísi. Allir vegir í umdæminu eru meira og minna lokaðir og þá hefur verið rafmagnsóregla víða, eins og Jóhannes orðar það. „Það er að segja rafmagn hefur farið og komið inn aftur. Rafmagnið er inni á Tröllaskaga eins og er, það er að segja á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Það eru björgunarsveitir að störfum á öllum þessum stöðum. Á Ólafsfirði hefur verið aðeins fok og það hafa fokið þakplötur af tveimur húsum. Það er þannig að það er ekki hægt að eiga við að hemja það eins og er það er of mikil áhætta að setja mannskap í það eins og aðstæður eru núna,“ segi Jóhannes. Raflínan hangir lágt yfir veginum Á Siglufirði hafa björgunarsveitarmenn verið að keyra heilbrigðisstarfsmenn til og frá vinnu og á Dalvík hefur björgunarsveitin verið að sinna ýmsu. „Eins og til dæmis núna þá eru þeir að huga að rafmagnslínu sem er búið að hlaðast mikill ís og hún hefur farin að sligast yfir veginn þarna skammt sunnan við Dalvík við afleggjarann inn í Svarfaðardal. Hún hangir lágt yfir veginum. Það er verið að bíða eftir starfsmönnum frá RARIK til að bregðast við þessu en björgunarsveitarmenn vakta línuna eins og er.“ Þá eru líka vandræði með rafmagnslínur í Ljósavatnsskarði. „Laxárlína 1 heitir hún sem er þarna farin að nálgast veginn óþægilega þannig að menn frá RARIK eru á leiðinni þangað. Það hleðst ís á línurnar þannig að þær síga mikið og staurar hafa brotnað sums staðar,“ segir Jóhannes. Þannig hafa til dæmis fjórtán stæður brotnað á Kópaskerslínu 1 samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Þar er tjónið töluvert en ekki verður farið í á meðan veðrið gengur yfir. RARIK keyrir varaafl á Raufarhöfn, Bakkafirði, Kópaskeri og Þórshöfn. Fjarskiptaendurvarpi að verða rafmagnslaus Í Öxarfirði er síðan fjarskiptaendurvarpi að verða rafmagnslaus að sögn Jóhannesar. „Það er ekki rafmagn á honum og hann hefur verið á varaafli. Hann er það sem heldur GSM-kerfinu og Tetra-talstöðvunum okkar lifandi þannig ef hann dettur út þá er dottið út gsm og talstöðvasamband viðbragðsaðila. Það eru menn á leiðinni frá Húsavík til að skoða þetta. Menn eru að brjótast áfram í brjáluðu veðri og mikilli ófærð svo þetta tekur allt sinn tíma þannig að það kann að verða að hann verði straumlaus,“ segir Jóhannes. Þá er búið að gefa það út í flestum skólum í umdæminu að það verði ekki skólahald á morgun, miðvikudag, í það minnsta fram að hádegi. Jóhannes bendir foreldrum og forráðamönnum á að fylgjast vel með heimasíðum sveitarfélaganna, leikskólanna og grunnskólanna. „En síðan má kannski segja það að fólk hefur tekið til greina viðvaranir og ekki verið á ferðinni. Við höfum ekki verið mikið að aðstoða fólk sem hefur verið að ana út í einhverja vitleysu þannig að það hefur blessunarlega ekki þurft að sinna svoleiðis hlutum.“ Aðgerðastjórn verður mönnuð fyrir norðan í nótt og fram á morgun.
Akureyri Fjallabyggð Norðurþing Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Netverjar grínast með vonskuveður: „Ófærð season 4“ "Ófærð season 4: Pólski sendiherrann er myrtur af fagmanni. Borgin lokast útaf veðri. Andri verður að leysa málið í blindbyl og áður en því slotar. Dóttir hans skemmir fyrir og er glötuð every step of the way.“ 11. desember 2019 00:42 Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37 Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. 10. desember 2019 19:36 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Netverjar grínast með vonskuveður: „Ófærð season 4“ "Ófærð season 4: Pólski sendiherrann er myrtur af fagmanni. Borgin lokast útaf veðri. Andri verður að leysa málið í blindbyl og áður en því slotar. Dóttir hans skemmir fyrir og er glötuð every step of the way.“ 11. desember 2019 00:42
Þakplötur fuku á Ólafsfirði Eftir bjartan morgunn á Ólafsfirði er farið að hvessa allhressilega með mikilli ofankomu. 10. desember 2019 13:37
Veðurofsinn á Norðurlandi: „Þetta er það langversta sem ég hef séð hér“ Verkefni björgunarsveitanna voru einkum mörg í Hrútafirði og á Ströndum. Þá hefur veðrið haft mikil samfélagsleg áhrif, skólahald var fellt niður, vegum lokað og ýmiss þjónusta raskaðist. Þakplötur losnuðu af iðnaðarhúsnæði í Ólafsfirði og settu rafmagnstruflanir strik í reikninginn á öllu svæðinu. 10. desember 2019 19:36