Allt á kafi á Akureyri: „Ég ætlaði bara að stökkva út og moka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 13:45 Svona var staðan á Akureyri í dag. Vísir/Tryggvi Páll/Aðsend Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“ Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“
Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15