Allt á kafi á Akureyri: „Ég ætlaði bara að stökkva út og moka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 13:45 Svona var staðan á Akureyri í dag. Vísir/Tryggvi Páll/Aðsend Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“ Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“
Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15