Innlent

Tugir tilkynninga um tjón hafa borist tryggingarfélögum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Tugir tjónatilkynninga hafa borist tryggingarfélögum í dag en búist er við að fjöldi tilkynninga til viðbótar berist á næstu dögum.Nokkuð tjón varð í óveðrinu í gær víða um land. Töluvert tjón varð á húsnæði fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Þar rifnað klæðning af húsinu. Vestmanneyingar eru nokkuð vanir slæmum austanáttum en mun sjaldgæfara er að norðanátt láti finna fyrir sér líkt og gerðist í gær. Í Vestmannaeyjum varð einnig tjón á húsnæði Vinnustöðvarinnar og tré rifnuðu upp með rótum í bænum.Tugir tjónatilkynninga bárust tryggingarfélögunum í dag. Hjá þeim fengust þær upplýsingar að tilkynningarnar séu þó færri en búist hafi verið við. Þó ber að hafa í huga að það tekur alla jafna nokkra daga að fá allar tilkynningar inn á borð tryggingarfélaganna. Þau tjón sem tilkynnt hefur verið um eru aðallega foktjón. Rifnar þakplötur, brotnir gluggar og skemmdir á bílum.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.