Ríkisstjórnin muni leggjast yfir afleiðingar óveðursins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2019 11:53 Björgunarsveitarfólk hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi var við björgunarstörf norður í landi í gær. Instagram/Hjálparsveit skáta í Kópavogi „Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís. Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
„Ríkisstjórnin mun taka höndum saman og leggjast yfir það sem gekk á hérna á undanförnum dögum og fara í það hvernig við getum farið bara í beinharðar aðgerðir til þess að læra af því,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna veðurofsans sem gengið hefur yfir landið í vikunni. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði Þórdísi í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við því ofsaveðri sem gengið hefur yfir landið og þær afleiðingar sem það hefur haft. „Nú hafa margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, bændur og fleiri verið án rafmagns í nokkra sólarhringa og eru margir hverjir enn. Bændur hafa þurft að hella niður mjólk, fyrirtæki hafa ekki getað sett vélar sínar í gang til að framleiða vörur, vatn fæst ekki til þess að brynna skepnum eða fólki,“ sagði Gunnar Bragi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.Vísir/Vilhelm Spurði hann hvort eðlilegt væri að staðan væri þessi árið 2019. „Hvernig má það vera að við séum þannig stödd að þó að rafmagnið fari af að þá séu ekki til varaafl til að keyra helstu þéttbýlisstaði jafnvel á þessu landsvæði?“ spurði hann meðal annars. Þórdís tók undir með Gunnari Braga um að flutnings- og dreifikerfi raforku á Íslandi væri ekki nægilega sterkt. Ráðast þurfi í frekari framkvæmdir til að treysta kerfið og byggja það upp. „Höfum við lagt áherslu á að treysta flutningskerfi raforku? Erum við með augun á þeim boltum? Erum við að reyna að gera það sem við getum til að flýta fyrir því og koma þeim framkvæmdum sem þarf að koma á áfram? Svarið við því er já,“ sagði Þórdís. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Ljóst sé þó að veður hafi verið mjög óvenjulegt. „Til að mynda ef þú horfir á Þeistareykjalínu eitt sem er topp lína í kerfinu okkar, glæný og mjög sterk. Hún fer samt út sem segir okkur það að veðrið var greinilega mjög átakamikið og vont,“ sagði Þórdís. „Það er auðvitað þannig, að á meðan við erum bæði með frekar flókið regluverk utan um það hvernig við komum svona framkvæmdum á koppinn, það er hægt að gera betur í því og minn vilji stendur til þess. Og það hefur tekið of langan tíma að byggja upp til að mynda, gera þær mikilvægu breytingar á meginflutningskerfinu sem hefur þurft að gera,“ sagði Þórdís.
Alþingi Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Ráðherra lofar að brugðist verði við veikleikum í kerfum Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir óveðrið sem gekk yfir landið hafa minnt landsmenn illilega á hvað maðurinn á sér lítils gagnvart náttúruöflunum. 12. desember 2019 11:51