Austin skaut West Brom á toppinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Austin hefur reynst drjúgur fyrir West Brom.
Austin hefur reynst drjúgur fyrir West Brom. vísir/getty

West Brom er komið á topp ensku B-deildarinnar eftir 2-3 útisigur á Birmingham City í dag.Charlie Austin skoraði tvö mörk síðustu mörk West Brom eftir að hafa komið inn á sem varamaður.Lukas Jutkiewicz kom Birmingham yfir á 3. mínútu en Grady Diangana jafnaði sjö mínútum síðar.Harlee Dean kom Birmingham aftur yfir á 47. mínútu en Austin reyndist hetja West Brom.West Brom er með 49 stig í efsta sæti deildarinnar, þremur stigum á undan Leeds United. Birmingham er í 15. sætinu með 28 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.