Courtios átti þátt í dramatísku jöfnunarmarki Benzema

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema skoraði jöfnunarmark Real Madrid á elleftu stundu.
Benzema skoraði jöfnunarmark Real Madrid á elleftu stundu. vísir/getty

Karim Benzema bjargaði stigi fyrir Real Madrid gegn Valencia á Mestalla í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-1.

Carlos Soler kom Valencia yfir á 78. mínútu og allt stefndi í sigur Valencia.

Real Madrid neitaði að gefast upp og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk liðið hornspyrnu.

Markvörðurinn Thibaut Courtois brá sér í sóknina og átti skalla sem Jaume Domenech varði. Boltinn barst svo til Benzema sem skoraði með skoti af stuttu færi.

Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, jafn mörg og topplið Barcelona. Þau mætast á Nývangi í Barcelona á miðvikudaginn.

Valencia er í 8. sæti deildarinnar með 27 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira