Courtios átti þátt í dramatísku jöfnunarmarki Benzema

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema skoraði jöfnunarmark Real Madrid á elleftu stundu.
Benzema skoraði jöfnunarmark Real Madrid á elleftu stundu. vísir/getty

Karim Benzema bjargaði stigi fyrir Real Madrid gegn Valencia á Mestalla í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-1.

Carlos Soler kom Valencia yfir á 78. mínútu og allt stefndi í sigur Valencia.

Real Madrid neitaði að gefast upp og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk liðið hornspyrnu.

Markvörðurinn Thibaut Courtois brá sér í sóknina og átti skalla sem Jaume Domenech varði. Boltinn barst svo til Benzema sem skoraði með skoti af stuttu færi.

Real Madrid er í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, jafn mörg og topplið Barcelona. Þau mætast á Nývangi í Barcelona á miðvikudaginn.

Valencia er í 8. sæti deildarinnar með 27 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.