Innlent

Fréttastofa í Rúmeníu fjallar um aðbúnað verkamanna á Íslandi

Jakob Bjarnar skrifar
Helgi Seljan uppfræddi rúmensku sjónvarpsmennina um hvernig búið væri að erlendu verkafólki á Íslandi.
Helgi Seljan uppfræddi rúmensku sjónvarpsmennina um hvernig búið væri að erlendu verkafólki á Íslandi.

Tveir sjónvarpsfréttamenn frá rúmönsku sjónvarpsstöðinni Pro Tv fóru af landi brott í dag. Þeir höfðu þá dvalið hér í um viku við að safna efni í viðamikla umfjöllun um aðbúnað rúmanskra verkamanna á Íslandi. Meðal þeirra sem þeir ræddu sérstaklega við eru Drífa Snædal forseta ASÍ og Helga Seljan sjónvarpsmann.

Rúmenskir verkamenn telja sig illa svikna

„Já, þeir ætla að vera með fréttaskýringar um ástandið á Íslandi,“ segir Helgi aðspurður um hvaða erindi þeir hafi verið að reka hér á landi.Fyrir um ári fjallaði Helgi Seljan í afhjúpandi Kveiksþætti um aðbúnað erlendra verkamanna á Íslandi sem töldu sig grátt leikna af starfsmannaleigum á Íslandi. Því var það svo að rúmönsku sjónvarpsmennirnir töluðu við Helga.

Rúmenskur verkamaður á Íslandi. Rúmenar hafa bundist samtökum í landi sínu og leita réttar síns, en þeir telja sig illa svikna í samskiptum við starfsmannaleigur.visir/sigurjón

„Þetta kom mér á óvart, því um er að ræða stærstu sjónvarpsstöð í Rúmeníu, að þeir meti það svo að fram séu komnar svo margar frásagnir frá rúmenskum verkamm0nnum sem hafa orðið undir á íslenskum vinnumarkaði að vert væri að gera sér sérstaka ferð til að ræða við bæði Rúmena sem eru hérna ennþá og svo til að kynna sér þessa sögu,“ segir Helgi.

Höldum alltaf að við séum betri en aðrir

Hann segir þeir Rúmenar sem hér hafa verið við störf hafi bundist sérstökum samtökum.„Já, eftir að þeir fóru heim. Þeir vilja sækja rétt sinn. Margir þeirra eiga óuppgerð laun og telja sig illa svikna. Þeir hafa verið að leita réttar síns meðal annars í gegnum sendiherra Rúmeníu á Íslandi og svo hafa þeir leitað á náðir Evrópuþingsins. Það vakti athygli þessarar fjölmiðlamanna sem komu hér og voru í viku að vinna að þessari fréttaskýringu.“

Helgi Seljan segir það alltaf koma jafn flatt uppá Íslendinga þegar orðsporið bíður hnekki á erlendri grundu.

Helgi segir það athyglisvert að alltaf skuli það koma Íslendingum jafn mikið á óvart þegar orðspori lands og þjóðar sé í háska á erlendum vettvangi.„Alltaf jafn sjokkerandi. Hér sitjum við og látum eins og við séum alltaf aðeins skárri en hinir. Búum við þann furðulega barómeter. Þó erum við alltaf að reka okkur á að kannski erum við það ekkert alltaf.“

Þekkt fólk í þjónustu Eldum rétt

Þessu tengt þá hefur Efling nú sent frá sér harðorða yfirlýsingu og birt á heimasíðu sinni þar sem fullyrt er að Eldum rétt hafi sagt ósatt um viðskipti sín við starfsmannaleigu.

Sólveig Anna Jónsdóttir. Efling hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þau fordæma meðal annars þekkta einstaklinga úr skemmtanaiðnaðinum svo sem Ilmi Kristjánsdóttur, MC Gauta og Sölku Sól fyrir að reka erindi Eldum rétt.visir/vilhelm

Þar er fullyrt að þjónustukaup Eldum rétt af „hinni alræmdu starfsmannaleigu Menn í vinnu voru margfalt umfangsmeiri en framkvæmdastjóri hefur fullyrt.“Þar segir jafnframt að starfsmannaleigan hafi verið kærð til héraðssaksóknara fyrir mansal og fleiri gróf brot. „Eldum rétt neitar enn, eitt notendafyrirtækja, að rétta hlut rúmenskra verkamanna sem þjónustuðu fyrirtækið á sama tíma og þeir urðu fyrir grófum réttindabrotum.“Í yfirlýsingu Eflingar, sem er afdráttarlaus, segir fremur nöturlega meðal annars: „Eldum rétt rekur nú auglýsingaherferð með þekktum einstaklingum úr skemmtanaiðnaðinum, þar á meðal Emmsjé Gauta, Sölku Sól og Ilmi Kristjánsdóttur.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Eldum rétt taldi sig breyta rétt

Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung.

Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast

Fjöldi starfsmannaleiga hefur margfaldast á Íslandi á síðustu árum og hafa þær aldrei verið fleiri. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að minnst um þriðjungur þeirra brjóti á réttindum starfsmanna sinna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.