Stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum Sighvatur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 12:30 Rúmensku starfsmennirnir dvelja í ólöglegu íbúðarhúsnæði í Hjallabrekku í Kópavogi. Visir/Sigurjón Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðildarfyrirtæki samtakanna eru hvött til að skipta aðeins við starfsmannleigur sem þau bera fullt traust til.Sólveig Anna Jónsdóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Vísir/Stöð 2Kröfur um sektarákvæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fylgjast með starfsmannaleigum og beri ábyrgð á kjarasamningum. „Í kröfugerð okkar í yfirstandandi kjaraviðræðum erum við með kröfu inni sem snýr að því að sektarákvæði verði sett inn í kjarasamninga, fjárupphæðir sem komi þá á fólk sem kemur svona fram. Við erum líka með það í kröfugerðinni okkar að heimildir atvinnurekenda til þess að gera leigu einhvern veginn part af launakjörum verði mjög takmarkaðar. Ef Samtök atvinnulífsins mæta okkur þarna og samþykkja þessi ákvæði inní kjarasamninga erum við komin langleiðina með að geta raunverulega farið að takast á við þetta grafalvarlega ástand,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þessi atriði hafi verið rædd í samningaviðræðunum. Aðalatriðið séu reglur sem samtökin og Alþýðusamband Íslands hafi komið sér saman um. „Við þurfum að ræða þetta á víðari vettvangi og heppilegur vettvangur er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Ísland (ASÍ). SA og ASÍ skiluðu í síðustu viku tillögum til félagsmálaráðuneytisins um úrbætur til þess að koma í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði. SA og ASÍ hafa unnið mjög þétt að því marki á undanförnum árum, um það er enginn ágreiningur,“ segir Halldór Benjamín. Kjaramál Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir atriði í kröfugerð Eflingar varðandi starfsmannaleigur hafa verið rædd við samningaborðið. Mestu máli skipti að stórir aðilar á vinnumarkaði beiti sér í sameiningu gegn ólíðandi brotum á starfsmönnum. Fréttastofa hefur fjallað um mál rúmenskra starfsmanna starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, grunur er um að þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem aðildarfyrirtæki samtakanna eru hvött til að skipta aðeins við starfsmannleigur sem þau bera fullt traust til.Sólveig Anna Jónsdóttir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.Vísir/Stöð 2Kröfur um sektarákvæði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld beri ábyrgð á því að fylgjast með starfsmannaleigum og beri ábyrgð á kjarasamningum. „Í kröfugerð okkar í yfirstandandi kjaraviðræðum erum við með kröfu inni sem snýr að því að sektarákvæði verði sett inn í kjarasamninga, fjárupphæðir sem komi þá á fólk sem kemur svona fram. Við erum líka með það í kröfugerðinni okkar að heimildir atvinnurekenda til þess að gera leigu einhvern veginn part af launakjörum verði mjög takmarkaðar. Ef Samtök atvinnulífsins mæta okkur þarna og samþykkja þessi ákvæði inní kjarasamninga erum við komin langleiðina með að geta raunverulega farið að takast á við þetta grafalvarlega ástand,“ sagði Sólveig Anna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að þessi atriði hafi verið rædd í samningaviðræðunum. Aðalatriðið séu reglur sem samtökin og Alþýðusamband Íslands hafi komið sér saman um. „Við þurfum að ræða þetta á víðari vettvangi og heppilegur vettvangur er á milli Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Ísland (ASÍ). SA og ASÍ skiluðu í síðustu viku tillögum til félagsmálaráðuneytisins um úrbætur til þess að koma í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði. SA og ASÍ hafa unnið mjög þétt að því marki á undanförnum árum, um það er enginn ágreiningur,“ segir Halldór Benjamín.
Kjaramál Tengdar fréttir SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46 Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. 8. febrúar 2019 17:46
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“ Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart. 7. febrúar 2019 19:00