Tugir starfsmannaleiga og erlendra verktakafyrirtækja með starfsfólk á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 19:30 Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Efnahagsmál Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Þensla ríkir á íslenskum vinnumarkaði og hefur atvinnuleysi ekki verið minna frá því löngu fyrir hrun. Tugir starfsmannaleiga miðla fólki til Íslands og á bilinu fimmtíu til sextíu erlend verktakafyrirtæki eru hér á landi með sitt starfsfólk við ýmis verkefni. Spennan á vinnumarkaðnum er slík að ekki eru til nægjanlega margar íslenskar hendur til að vinna öll störfin. Þess vegna þarf að flytja inn mikinn fjölda af erlendu vinnuafli. Sérstaklega vegna ferðaþjónustunnar og byggingaiðnaðarins. En störfum fjölgaði um átta þúsund í landinu frá febrúar til mars. Þá fjölgaði fólki á vinnumarkaði um 15.500 frá því í mars í fyrra til mars í ár, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir stöðuna allt aðra nú en á árunum eftir hrun þegar atvinnuleysið fór upp í um níu prósent og þúsundir manna voru án atvinnu. „Alveg í gjörbreyttri stöðu. Nú erum við aðallega í því að fylgjast með fólki á vinnumarkaði. Fylgjast með því að starfsfólk fái rétt laun og aðbúnaðurinn sé réttur og svo framvegis og fylgjumst sérstaklega með erlenda starfsfólkinu sem kemur hingað til lands,“ segir Unnur. En án þess væri ekki hægt að standa undir þeim miklu byggingaframkvæmdum sem standa yfir né manna öll hótelin og veitingastaðina sem þarf til að þjónusta sífellt fleiri ferðamenn sem hafa staðið undir stórum hluta hagvaxtarins á undanförnum árum. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið þannig að atvinnuleysið er nánast ekkert. „Það kemur fólk hingað af evrópska efnahagssvæðinu. Það eru þrjátíu starfsmannaleigur skráðar hjá okkur núna. Bæði íslenskar og svo af evrópska efnahagssvæðinu sem eru með starfsfólk hér,“ segir Unnur. Þar að auki starfar fjöldi erlendra verktaka á Íslandi sem koma hingað með starfsfólk. „Þetta eru uppgrip.“ Hvað eru mörg erlend verktakafyrirtæki hér með starfsfólk? „Það eru skráð núna yfir fimmtíu til sextíu.“Þannig að það er óhætt að segja að það sé þensla á íslenskum vinnumarkaði? „Já hún er mjög mikil. Það er mjög mikil þensla, ég held að það sé alveg óhætt að segja það,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Efnahagsmál Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira