Fótbolti

Rúnar Alex horfði á Dijon gera jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson
Rúnar Alex Rúnarsson vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Dijon þegar liðið heimsótti Amiens í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Rúnar Alex hefur spilað síðustu leiki Dijon í kjölfar meiðsla Alfred Gomis en hann var mættur aftur í markið í kvöld.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Jhonder Cadiz kom Dijon yfir snemma leiks en Moussa Konate jafnaði fyrir heimamenn áður en yfir lauk.

Þessi lið eru jöfn að stigum rétt fyrir ofan fallsvæðið, hafa 17 stig í 16.-17.sæti deildarinnar.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.