Fótbolti

Saul og Morata sáu um Osasuna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Saul á skotskónum
Saul á skotskónum vísir/getty

Atletico Madrid fékk Osasuna í heimsókn í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni. Atletico Madrid hefur ekki verið að bjóða upp á mikla markaleiki í vetur og hafði aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni þegar kom að leiknum í kvöld.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en á 67.mínútu dró til tíðinda þegar Alvaro Morata kom heimamönnum á bragðið. Bjuggust áhorfendur leiksins á Wanda Metropolitano leikvangnum væntanlega ekki við fleiri mörkum.

Saul Niguez tvöfaldaði hins vegar forystuna skömmu síðar þegar hann skoraði eftir undirbúning Angel Correa.

Lokatölur 2-0 fyrir Atletico Madrid sem er í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Barcelona. Atletico hefur skorað 18 mörk í 17 leikjum sínum á tímabilinu en til samanburðar má benda á að Barcelona hefur skorað 43 mörk í 16 leikjum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.