Fótbolti

Saul og Morata sáu um Osasuna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Saul á skotskónum
Saul á skotskónum vísir/getty

Atletico Madrid fékk Osasuna í heimsókn í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni. Atletico Madrid hefur ekki verið að bjóða upp á mikla markaleiki í vetur og hafði aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur leikjum sínum í spænsku úrvalsdeildinni þegar kom að leiknum í kvöld.Fyrri hálfleikurinn var markalaus en á 67.mínútu dró til tíðinda þegar Alvaro Morata kom heimamönnum á bragðið. Bjuggust áhorfendur leiksins á Wanda Metropolitano leikvangnum væntanlega ekki við fleiri mörkum.Saul Niguez tvöfaldaði hins vegar forystuna skömmu síðar þegar hann skoraði eftir undirbúning Angel Correa.Lokatölur 2-0 fyrir Atletico Madrid sem er í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Barcelona. Atletico hefur skorað 18 mörk í 17 leikjum sínum á tímabilinu en til samanburðar má benda á að Barcelona hefur skorað 43 mörk í 16 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.