Fótbolti

Jón Dagur skoraði með skalla í sigri á toppliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur skoraði sitt fjórða deildarmark á tímabilinu í kvöld.
Jón Dagur skoraði sitt fjórða deildarmark á tímabilinu í kvöld. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði eitt marka AGF í 1-3 sigri á toppliði Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Mikael Neville Anderson lék allan leikinn fyrir Midtjylland sem var marki yfir í hálfleik. En AGF sneri dæminu sér í vil og skoraði þrjú mörk á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiks.

Jón Dagur kom AGF í 1-2 með skalla eftir fyrirgjöf Alexanders Munksgaard á 52. mínútu. Tveimur mínútum síðar kom Bror Blume AGF í 1-3 og þar við sat.

AGF er í 3. sæti deildarinnar með 36 stig, 14 stigum á eftir Midtjylland sem er með góða forystu á toppnum þrátt fyrir tapið í kvöld.

Jón Dagur hefur skorað fjögur mörk fyrir AGF á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.