Fjórir af fimm og tveir til viðbótar vanhæfir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 13:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir velur úr þeim þremur umsækjendum sem dómnefndin mat hæfasta. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara. Dómstólar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara.
Dómstólar Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Sjá meira