Fjórir af fimm og tveir til viðbótar vanhæfir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 13:24 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir velur úr þeim þremur umsækjendum sem dómnefndin mat hæfasta. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara. Dómstólar Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Landsrétt, Ingveldur Einarsdóttir, dómari við Landsrétt og Sigurður Tómas Magnússon, dómari við Landsrétt, þykja hæfust þeirra átta umsækjenda sem sóttu um laust embætti Hæstaréttardómara á dögunum. Hinir umsækjendurnir þrír voru Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Aðalsteinn E. Jónasson, dómari við Landsrétt, Ása Ólafsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Guðni Á. Haraldsson lögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir.Umsögn dómnefndar var birt á vef dómstólaráðuneytisins fyrir helgi. Athygli vekur hve flókið reyndist að skipa dómnefndina í þetta skiptið en nefndin hefur það hlutverk að fara yfir mál umsækjenda um dómarastörf hér á landi. Fjórir af fimm aðalmönnum í hæfnisnefnd lýstu yfir vanhæfi til að koma að mati á umsækjendunum átta. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara er skipuð fimm einstaklingum. Ingimundur Einarsson dómari er formaður nefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru Kristín Benediktsdóttir dósent, Ragnhildur Helgadóttir prófessor, Ragnheiður Harðardóttir dómari og Óskar Sigurðsson lögmaður. Öll nema Ragnhildur Helgadóttir lýstu yfir vanhæfi vegna tengsla við umsækjendur. Sem dæmi er Ingimundur bróðir Ingveldar sem sækir um og vék hann því úr nefndinni. Tóku varamennirnir Áslaug Árnadóttir, Valtýr Sigurðsson, Halldór Halldórsson og Guðrún Björk Bjarnadóttir sæti í nefndinni. Í framhaldinu lýsti Valtýr sig vanhæfan og var Víðir Smári Petersen lögmaður tilnefndur í hans stað. Einn umsækjandi gerði athugasemd við skipan hans og var skipanin í framhaldinu dregin til baka. Var Reimar Pétursson lögmaður skipaður í nefndina í stað Valtýs. Þá var Áslaug skipuð formaður nefndarinnar. Var það mat nefndarinnar að allir umsækjendurnir átta væru hæfir til að gegna stöðu Hæstaréttardómara. En fyrrnefnd þrjú væru hæfust umsækjenda. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun í framhaldinu skipa nýjan Hæstaréttardómara.
Dómstólar Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar Sjá meira