Vilja allar raflínur sem liggja um Hörgársveit í jörð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2019 19:02 Á Þelamörk eru grunnskóli og íþróttamiðstöð Hörgarsveitar, sem og skrifstofa sveitarfélagsins. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Sveitarstjórn Hörgarársveitar krefst þess að allar línur rafmagns sem liggja í gegnum sveitarfélagið verði komið neðanjarðar. Í Hörgárdal og Öxnadal var rafmagnslaust í fjóra sólahringa þar sem lengst var rafmagnsleysi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Í bókun sveitarstjórnar Hörgársveitar sem samþykkt var í sveitarstjórn í dag segir að það séu mikil vonbrigði að það óveður sem gekk yfir landið hafi valdið þeim mikla vanda og tjóni sem varð. Þannig sé ljóst að þær loftlínur raforku sem enn séu í sveitarfélaginu séu á engan hátt tilbúnar að mæta miklum vetrarveðrum eða hvassviðri. Þá sé staðsetning hluta þeirra í gegnum þéttan trjágróður óásættanleg. Er því alfarið hafnað að ráðist verði í framtíðarviðgerðir á þeim tveimur köflum loftlínu sem brugðust í sveitarfélaginu og þess í stað vill sveitarstjórn fá loftlínunar í jörð eins fljótt og mögulegt er. „Á þetta við um allar sveitalínur, Dalvíkurlínu og núverandi byggðalínu. Allar þessar línur eru komnar til ára sinna og ljóst að þær standast ekki þær kröfur sem nútímasamfélag gerir varðandi raforkuöryggi,“ segir í bókuninni þar sem þess er einnig krafist að stjórnvöld sjái til þess að dreififyrirtæki rafmagns verði studd til að fara í slíkt átak um allt land.Bókun sveitarstjórnarinnar má lesa hér. Hörgársveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Hættustigi á Ströndum aflýst og óvissustig á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lækka hættustig almannavarna niður á óvissustig fyrir Norðurland vestra og Norðurland eystra en aflýsir hættustigi fyrir Strandir. 16. desember 2019 11:58 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sveitarstjórn Hörgarársveitar krefst þess að allar línur rafmagns sem liggja í gegnum sveitarfélagið verði komið neðanjarðar. Í Hörgárdal og Öxnadal var rafmagnslaust í fjóra sólahringa þar sem lengst var rafmagnsleysi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. Í bókun sveitarstjórnar Hörgársveitar sem samþykkt var í sveitarstjórn í dag segir að það séu mikil vonbrigði að það óveður sem gekk yfir landið hafi valdið þeim mikla vanda og tjóni sem varð. Þannig sé ljóst að þær loftlínur raforku sem enn séu í sveitarfélaginu séu á engan hátt tilbúnar að mæta miklum vetrarveðrum eða hvassviðri. Þá sé staðsetning hluta þeirra í gegnum þéttan trjágróður óásættanleg. Er því alfarið hafnað að ráðist verði í framtíðarviðgerðir á þeim tveimur köflum loftlínu sem brugðust í sveitarfélaginu og þess í stað vill sveitarstjórn fá loftlínunar í jörð eins fljótt og mögulegt er. „Á þetta við um allar sveitalínur, Dalvíkurlínu og núverandi byggðalínu. Allar þessar línur eru komnar til ára sinna og ljóst að þær standast ekki þær kröfur sem nútímasamfélag gerir varðandi raforkuöryggi,“ segir í bókuninni þar sem þess er einnig krafist að stjórnvöld sjái til þess að dreififyrirtæki rafmagns verði studd til að fara í slíkt átak um allt land.Bókun sveitarstjórnarinnar má lesa hér.
Hörgársveit Óveður 10. og 11. desember 2019 Tengdar fréttir Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02 Hættustigi á Ströndum aflýst og óvissustig á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lækka hættustig almannavarna niður á óvissustig fyrir Norðurland vestra og Norðurland eystra en aflýsir hættustigi fyrir Strandir. 16. desember 2019 11:58 Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20 Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Enn rafmagnslaust víða á Norðurlandi Á síðu RARIK má sjá að rafmagnslaust er meðal annars í Hrútafirði, Skagafirði, Hörgársveit, Fjallabyggð, Tjörnesi og víðar á Norðurlandi eystra. 11. desember 2019 07:02
Hættustigi á Ströndum aflýst og óvissustig á Norðurlandi Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lækka hættustig almannavarna niður á óvissustig fyrir Norðurland vestra og Norðurland eystra en aflýsir hættustigi fyrir Strandir. 16. desember 2019 11:58
Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið. 13. desember 2019 10:20
Þjóðaröryggi þurfi að vega þyngra en hagsmunir landeigenda Ráðherrar segja ljóst að tjónið á Norðurlandi sé mikið og forgangsraða þurfi kerfinu svo þjóðaröryggi vegi þyngra heldur en hagsmunir einstaklinga til að tryggja innviði landsins. Þetta sögðu ráðherrarnir eftir að hafa kynnt sér aðstæður í dag. 13. desember 2019 21:43