Innlent

Hættustigi á Ströndum aflýst og óvissustig á Norðurlandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fleiri tonnum af snjó hefur verið mokað á Norðurlandi undanfarna daga.
Fleiri tonnum af snjó hefur verið mokað á Norðurlandi undanfarna daga. Vísir/JóiK

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að lækka hættustig almannavarna niður á óvissustig fyrir Norðurland vestra og Norðurland eystra en aflýsir hættustigi fyrir Strandir. Ákvörðunin er tekin í samráði við lögreglustjóra viðkomandi embætta að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum.

RARIK keyrir á varaafli þar til lokið hefur verið við viðgerð á flutningskerfi Landsnets. Enn er mikið af bilunum í dreifikerfi RARIK sem taka mun nokkra daga að lagfæra og búast má við truflunum á afhendingu rafmagns á meðan þetta ástand varir. Einnig má víða búast við áframhaldandi skömmtun á rafmagni, þegar atvinnulífið fer í gang.

Notendur sem tengdir eru varaafli eru beðnir um að spara rafmagn eins og kostur er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×