Innlent

Meiri skemmdir á Dalvíkurlínu en talið var

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er frá viðgerðum við Kópaskerslínu í nótt.
Myndin er frá viðgerðum við Kópaskerslínu í nótt. landsnet

Fleiri stæður á Dalvíkurlínu eru skemmdar eftir fárviðrið sem gekk yfir landið í vikunni en áður var talið.

Áður hafði verið sagt frá því að um 20 stæður væru skemmdar á línunni en í nýrri færslu á Facebook-síðu Landsnets segir að um 30 stæður séu skemmdar. Viðgerðir eru nú í gangi með viðbótarmannskap frá RARIK, Veitum og verktökum.
 
Þá er einnig greint frá því að í nótt hafi tekist að tengja hluta Kópaskerslínu 1 við flutningskerfið í Laxá. Þar með var afhendingu rafmagns komið á til notenda í Aðaldal og nærsveitum.

Nú er unnið að viðgerðum á þeim kafla línunnar sem liggur frá Höfuðreiðarmúla til Kópaskers og stendur til að fljúga með Landhelgisgæslunni yfir aðra hluta línunnar í dag, ef veður leyfir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.