Saka hvort annað um að misskilja málið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. desember 2019 18:11 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Birgir Ármannsson þingmenn virðast misskilja hvort annað. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur. Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir tillögu í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd um frumkvæðissathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra byggða á misskilningi. Formaður nefndarinnar segir hins vegar þingflokkformanninn misskilja málið. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis lagði fram tillögu í nefndinni fyrir helgi um að nefndin láti fara fram frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra í ljósi stöðu hans gagnvart Samherja og samþykktu tveir aðrir nefndarmenn tillöguna sem nægir til að hún fari í gegn. „Það fer ekki saman hljóð og mynd í þessu máli. Þar sem ráðherra hefur sagt að hann ætli að láta meta hæfi sitt í öllum málum tengdum Samherja en svo eru allar þessar stóru ákvarðanir að fara í gegn og ráðherra segir á sama tíma að hann hafi aldrei látið meta hæfi sitt. Um er að ræða mál eins og Þegar sjávarútvegsráðherra er að ákveða hvernig hann á að bregðast við 12% kvótaþakinu, þegar hann er að ákveða reglugerðir, þegar hann er að semja frumvörp. Á öllum þessum tímapunktum á að fara fram mat á hæfi ef vitað er um hagsmunaárekstur,“ segir Þórhildur. Þórhildur segir að þó að sérfræðingar hafi komið fyrir nefndina til að fjalla um vinnubrögð sjávarútvegsráðherra hafi þeir ekki metið hæfi hans. „Þetta var almenn athugun og hún snerist ekki um hæfi Kristjáns þórs sjávarútvegsráðherra, það gerir frumkvæðisathugunin hins vegar,“ segir Þórhildur. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur þetta mál á villigötum. Sérfræðingar í stjórnsýslurétti sem hafi komið fyrir stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd hafi ekki dregið í efa almennt hæfi sjávarútvegsráðherra. „Ég held að beiðni þessara þingmanna á athugun á hæfi sjávarútvegsráðherra sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Ef menn eru að velta fyrir sér einhverjum einstökum ákvörðunum sjávarútvegsráðherra þá þurfa menn að benda á þær áður en lengra er haldið en eftir því sem mér skilst hefur það ekki verið svo í þessu tilviki. Það er augljóst að þrátt fyrir þessa beiðni sé komin fram á eftir að forma hana og ræða hvernig útfærslan á þessu verður,“ segir Birgir. Aðspurð um þessi ummæli svara Þórhildur Sunna: „Þessi ummæli þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins byggjast á misskilningi á um hvað þessi rannsókn á að snúast,“ segir Þórhildur.
Píratar Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira