Minna um flokkshollustu hjá ungu fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2019 14:37 Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva. Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva.
Alþingi Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira