Minna um flokkshollustu hjá ungu fólki Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. desember 2019 14:37 Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva. Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Ákveðin kynslóðabreyting hefur orðið á kosningaþátttöku ungs fólks á Íslandi. Þetta er niðurstaða rannsakenda við Háskóla Íslands. Breytingin birtist aðallega í því að flokkshollusta hefur minna vægi hjá ungu fólki dagsins í dag og þá tekur það síður þátt í alþingiskosningum samanborið við eldri kynslóðir kjósenda sem voru á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan. Í dag birtist ritrýndri grein Evu Heiðu Önnudóttur, dósents við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Eiríks Búa Halldórssonar meistaranema við London School of Economics. Greinin ber titilinn Kosningaþátttaka ungs fólks á Íslandi, kynslóðabil, áhugi á stjórnmálum og flokkshollusta en hún byggir á lokaritgerð Eiríks Búa og tekur mið af gögnum frá íslensku kosningarannsókninni frá 1983. Dræm þátttaka ungs fólks í alþingiskosningum er gömul saga og ný en unga kynslóð dagsins í dag hefur þó ákveðna sérstöðu innan þess mengis. „Munurinn á áhrifum aldurs og áhrifa kynslóða á kosningaþátttöku er sá að í gegnum tíðina hefur það alltaf verið þannig að ungt fólk hefur síður mætt á kjörstað en það hefur síðan komið inn eftir 25 ára aldurinn, þegar það tekur að fullu þátt í lífinu. En kynslóðabreytingin felst í því að unga fólkið kýs ekki eins mikið og eldra fólkið en það er heldur ekki endilega að koma inn sem kjósendur í kringum 25 ára aldurinn. Við greinum að við séum komin með kynslóð sem tekur síður þátt en kynslóð sem var á sama aldri fyrir þrjátíu árum síðan,“ segir Eva. Skýringin liggur þó ekki í áhugaleysi ungs fólks á stjórnmálum. Áhuginn sé svipaður nú og hjá eldri kjósendum en hann birtist með öðruvísi hætti, til dæmis með annars konar borgaralegri þátttöku en hefðbundnum kosningum. Dæmi þessu til stuðnings eru loftslagsverkverkföll og aðgerðir í þágu kynjajafnréttis. Eva segir að þau Eiríkur hafi numið veikingu á tengingu ungs fólks í dag við stjórnmálaflokka. Ungt fólk samsami sig síður með hefðbundum stjórnmálaflokkum og þá er það ólíklegra til að sýna tryggð við ákveðinn stjórnmálaflokk. „Þegar maður talar um flokkshollustu og aldur þá getur maður ekki gert ráð fyrir að ungt fólk sé jafn flokkshollt og þeir sem eru eldri en breytingin sem við sjáum, ef við berum ungt fólk í dag saman við ungt fólk áður, að þá sjáum við að það hefur orðið minni tenging við stjórnmálaflokka.“ Eva og Eiríkur segja að ein skýringin á dræmri kosningaþátttöku ungs fólks sé sú að það kemur seinna inn í lífsbaráttuna. „Það býr lengur í foreldrahúsum, það er lengur í námi og fer seinna út á atvinnumarkað og eignast seinna börn. Það getur mögulega verið ein skýring, að það sé að koma seinna inn í lífsbaráttuna og þar af leiðandi er það að koma seinna inn sem þátttakendur í kosningum.“ Þetta geti þó haft í för með sér alvarlegar afleiðingar til lengri tíma litið. „Hættan er sú að af því að þegar talað er um kosningaþátttöku ungs fólks er að ef þú kýst ekki í fyrstu þremur kosningunum sem þú hefur rétt á að kjósa – og þetta eru rannsóknir erlendis frá – þá minnka líkurnar verulega á því að þú hefjir þátttökuna eftir það,“ segir Eva.
Alþingi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira