Spænsk kona tekin með kókaín í Leifsstöð: „Þetta er algjör sprenging“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2019 19:15 Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Mikið álag hefur verið á lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna mánuði enda hafa umfansgmikil fíkniefnamál aldrei verið fleiri. Í desember hafa fjögur aðskilin mál komið upp þar sem lögregla hefur lagt hald á um tvö kíló af kókaíni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum „Tollgæslan hefur stöðvað fjóra einstaklinga sem voru ýmist með innvortis eða með í farangri sínum. Þetta eru karlmenn á sextugsaldri, kona á fertugsaldri, ungur maður á tvítugsaldri,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá eru þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi grunaðir um fíkniefnainnflutning. Síðasta málið kom upp síðastliðinn laugardag en þá var spænsk kona tekin með 700 grömm af kókaíni. Árið 2017 haldlagði lögreglan á Suðurnesjum 46 kíló af hörðum fíkniefnum en aðeins fjórtán kíló í fyrra. Mest er um kókaín og amfetamín. „En svo núna virðist þetta vera algjör sprenging og það sem af er ári erum við að tala um 63 kíló af hörðum fíkniefnum,“ segir Jón Halldór. Hann segir að málin séu ekki fleiri heldur að meira sé flutt inn í einu af hættulegri efnum. Augljóst sé að eftirspurnin sé meiri en áður. „Efnin sem við erum að haldleggja eru sterkari en þau sem við höfum verið að leggja hald á í gegn um tíðina. Við erum að sjá yngri og yngri neytendur og það er bara komin tími til að íslensk stjórnvöld og kerfið allt saman myndi sér skoðun og stefnu í því hvernig við ætlum að vinna á þessu,“ segir Jón Halldór. Fíkniefnavandinn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15 Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Sjö eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum í sjö aðskildum málum fyrir smygl á hörðum fíkniefnum til landsins. Embættið hefur aldrei lagt hald á eins mikið af sterkum efnum og í ár, eða 63 kíló. Mikið álag hefur verið á lögreglunni á Suðurnesjum undanfarna mánuði enda hafa umfansgmikil fíkniefnamál aldrei verið fleiri. Í desember hafa fjögur aðskilin mál komið upp þar sem lögregla hefur lagt hald á um tvö kíló af kókaíni. Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum „Tollgæslan hefur stöðvað fjóra einstaklinga sem voru ýmist með innvortis eða með í farangri sínum. Þetta eru karlmenn á sextugsaldri, kona á fertugsaldri, ungur maður á tvítugsaldri,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þá eru þrír til viðbótar í gæsluvarðhaldi grunaðir um fíkniefnainnflutning. Síðasta málið kom upp síðastliðinn laugardag en þá var spænsk kona tekin með 700 grömm af kókaíni. Árið 2017 haldlagði lögreglan á Suðurnesjum 46 kíló af hörðum fíkniefnum en aðeins fjórtán kíló í fyrra. Mest er um kókaín og amfetamín. „En svo núna virðist þetta vera algjör sprenging og það sem af er ári erum við að tala um 63 kíló af hörðum fíkniefnum,“ segir Jón Halldór. Hann segir að málin séu ekki fleiri heldur að meira sé flutt inn í einu af hættulegri efnum. Augljóst sé að eftirspurnin sé meiri en áður. „Efnin sem við erum að haldleggja eru sterkari en þau sem við höfum verið að leggja hald á í gegn um tíðina. Við erum að sjá yngri og yngri neytendur og það er bara komin tími til að íslensk stjórnvöld og kerfið allt saman myndi sér skoðun og stefnu í því hvernig við ætlum að vinna á þessu,“ segir Jón Halldór.
Fíkniefnavandinn Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Tengdar fréttir Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15 Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Neysla örvandi vímuefna „líklega aldrei verið meiri“ Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir mikla aukningu hafa orðið undanfarin þrjú ár í fjölda kókaín neytenda. 15. október 2019 23:15
Fleiri nota kókaín í æð: Rauði krossinn fagnar viðhorfi dómsmálaráðherra til afglæpavæðingar Skjólstæðingar Frú Ragnheiðar nota kókaín í æð í auknum mæli. Verkefnastjóri segir þá þurfa að hafa mikið fyrir því að fjármagna efnið. Gríðarlega mikilvægt sé að frumvarp um afglæpavæðingu á neysluskömmtum verði að lögum svo fólkið veigri sér ekki við að leita sér hjálpar af ótta við að efnin verði tekin af því. 18. nóvember 2019 20:00