Leicester áfram eftir vítaspyrnukeppni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Leicester gátu verið glaðir í kvöld
Leikmenn Leicester gátu verið glaðir í kvöld vísir/getty

Leicester spilar til undanúrslita í enska deildarbikarnum eftir sigur á Everton í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitunum.

Leicester komst tveimur mörkum yfir í leiknum og virtist ætla nokkuð þægilega inn í undanúrslitin en leikmenn Everton stigu upp og komu til baka, Leighton Baines jafnaði metin fyrir heimamenn á síðustu mínútum venjulegs leiktíma.

Í deildarbikarnum er ekki farið í framlengingu heldur beint í vítaspyrnukeppni og þar vann Leicester sigur.

Markverðirnir voru í sviðsljósinu í vítaspyrnukeppninni til að byrja með, fyrstu spyrnur beggja liða voru varðar.

Kasper Schmeichel varði aðra spyrnu Everton frá Leighton Baines og Ricardo kom Leicester í 2-0 í vítaspyrnukeppninni.

Everton var komið í erfiða stöðu, Mason Holgate og Dominic Calvert-Lewin gerðu það sem af þeim var ætlast og skoruðu úr spyrnum sínum en það dugði ekki til því Leicester nýttu sínar spyrnur, Jamie Vardy skoraði úr síðustu spyrnunni og tryggði Leicester sigurinn.

Everton er því úr leik en Leicester spilar til undanúrslita ásamt Aston Villa, Manchester City og Manchester United.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira