Sveinn Andri kærir héraðsdómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:00 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært héraðsdómara til nefndar um dómarastörf. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð. Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30
Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39