Sveinn Andri kærir héraðsdómara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2019 07:00 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært héraðsdómara til nefndar um dómarastörf. vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð. Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært Helga Sigurðsson, héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að Sveinn Andri skuli endurgreiða þóknun sína sem skiptastjóri þrotabús aftur til búsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ekki kemur fram um hvaða þrotabú er að ræða en í október síðastliðnum var Sveini Andra gert að endurgreiða um 100 milljónir króna til þrotabús félagsins EK1923. Um var að ræða alla þá þóknun sem Sveinn Andri á að hafa ráðstafað sér sem skiptastjóri búsins, án þess þó að hafa til þess heimild að mati héraðsdóms, en fyrrnefndur Helgi Sigurðsson tók ákvörðunina um endurgreiðsluna. Þá ákvörðun er ekki hægt að kæra til æðra dómstigs en Sveinn Andri hafði til 22. nóvember til þess að endurgreiða þóknunina. Taldi sig hafa orðið við fyrirmælum dómarans Í Fréttablaðinu í dag segir að Sveinn Andri telji ákvörðun dómarans ámælisverða og ólögmæta. Hafði dómarinn fundið að því að ákvörðun um ráðstöfun þóknunar til Sveins Andra úr búinu hefði hvorki verið rétt tekin né um hana bókað í fundargerð. Í kæru Sveins Andra segir að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og þá þurfi ekki samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. Er vísað til bréfaskipta og endurrita úr gerðabók skiptastjóra hvað varðar stuðning meirihluta kröfuhafa við ráðstafanir og ákvarðanir skiptastjóra. Auk þess fylgir kærunni staðfesting endurskoðanda á því að þóknunin hafi verið endurgreidd til þrotabúsins. Í kjölfar þess að endurgreiðslan barst var haldinn skiptafundur þar sem Sveinn Andri bókaði í fundargerð ákvörðun um að taka sér greiðslu af fé búsins upp í áfallna greiðslu. Fulltrúar meirihluta kröfuhafa studdu það og taldi Sveinn Andri sig nú hafa orðið við fyrirmælum dómarans. Dómarinn boðaði hins vegar málsaðila til fundar þar sem átti að ræða hvort skiptastjórinn hefði brugðist rétt við. Þá ákvað Sveinn Andri að snúa sér til nefndar um dómarastörf þar sem hann telur dómarinn hafa farið langt út fyrir lagaheimildir til þess að taka ákvörðun sem sé mjög íþyngjandi fyrir Svein Andra. Telur Sveinn Andri að hann hafi ekki notið sannmælis heldur virðist ákvörðun dómarans þvert á móti litast af persónulegri andúð.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30 Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Kæra á hendur Sveini Andra felld niður Kæra Skúla Gunnars Sigfússonar, sem kenndur er við Subway, og viðskiptafélaga hans á hendur Sveini Andra Sveinssyni hæstaréttarlögmanni hefur verið felld niður af héraðssaksóknara. 26. október 2019 08:30
Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. 13. nóvember 2019 21:39