Viðskipti innlent

Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kröfuhafar sökuðu Svein Andra Sveinsson, hæstaréttarlögmann, um að fara ránshendi um þrotabú félagsins EK 1923.
Kröfuhafar sökuðu Svein Andra Sveinsson, hæstaréttarlögmann, um að fara ránshendi um þrotabú félagsins EK 1923. Vísir/vilhelm
Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. Um er að ræða alla þá þóknun sem hann sem skiptastjóri búsins á að hafa ráðstafað til síns sjálfs af eignum þrotabúsins, án þess þó að hafa til þess heimild. Þetta er ákvörðun héraðsdóms, sem vefur Morgunblaðsins greindi fyrst frá. Ákvörðunina er ekki hægt að kæra til æðra dómsstigs.Störf Sveins Andra fyrir þrotabúið hafa reglulega verið fjölmiðlamatur á síðustu misserum, ekki síst fyrir tilstuðlan greinaskrifta Skúla Gunnars Sigfússonar, sem fór fyrir EK1923 en félagið var birgir fyrir Subway um tíma. Það gerði Sveinn Gunnar til að mynda í ágúst síðastliðnum þar sem hann sagði Svein Andra hafa farið „ránshendi um þrotabú“ félagsins.„Það kemur hins vegar á óvart að kröfuhafar, sem eru til dæmis fulltrúar íslenskra skattgreiðenda, skuli láta svona rán um hábjartan dag viðgangast. Eins og ég hef áður bent á hefur Sveinn Andri Sveinsson blóðmjólkað þrotabú EK 1923 ehf. og skrifað á sig 2.400 vinnustundir fram til desember á síðasta ári,“ skrifaði Skúli Gunnar í grein sinni Illt er verkþjófur að vera.

Skúli Gunnar Sigfússon, oft kenndur við Subway.

Fær mánuð til að endurgreiða milljónirnar

Skúli var meðal þeirra kröfuhafa sem fóru fram á það fyrir héraðsdómi að Sveinn Andri endurgreiddi allan kostnað sem hann hafði greitt sér sem skiptastjóri. Auk þess fóru kröfuhafarnir fram á að Sveini Andra yrði vikið úr stóli skiptastjóra, sem héraðsdómur féllst ekki á þar sem vinna hans var á lokametrunum.Þessi vinna Sveins Andra var þó aðfinnsluverð að mati héraðsdóms, ekki síst í ljósi þess að kröfuhafar voru ekki upplýstir um væntan skiptakostnað eða tímakaup Sveins.Kröfuhafar hefðu aukinheldur ekki gert sér grein fyrir því hversu tímafrek vinna Svein Andra yrði, sem rukkaði 40 þúsund, auk virðisaukaskatts, í tímakaup. Það gerir um 49.600 krónur á tímann. Skiptakostnaður búsins er talinn nema um 130 milljónum króna, þar af er áætlað að greiðslur til Sveins Andra séu rúmlega 100 milljónir.Í ljósi þess að samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfun greiðslna til Sveins Andra lá ekki fyrir komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að honum beri að endurgreiða alla upphæðina til þrotabúsins.Fyrrnefndar 100 milljónir skulu endurgreiðast fyrir 22. nóvember næstkomandi.WOW-skipunin óeðlileg í ljósi deilnanna

Félag kvenna í lögmennsku vísaði til deilna Sveins Andra við kröfuhafa EK1923 þegar hann var skipaður skiptastjóri þrotabús WOW air í mars síðastliðnum. Félagsmönnum þótti skipunin óeðlileg, en að þeirra mati er mikilvægt að „skiptastjórar séu trúverðugir bæði innan stéttarinnar og utan hennar,“ eins og formaður félagsins komst að orði á sínum tíma. Fyrrnefndur málarekstur fyrir héraðsdómi sé ekki í þeim anda. Formaður Félags kvenna í lögmennsku, Kolbrún Garðarsdóttir, sagði af sama tilefni að fyrrnefnt tímakaup Sveins Andra, næstum 50 þúsund krónur á klukkustund, væri einsdæmi. „Þeir skiptastjórar sem ég hef talað við og vinna í stórum þrotabúum þeir nota bara sitt tímagjald sem er á bilinu 24 til 26 þúsund krónur plús virðisaukaskatt,“ sagði Kolbrún. 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Illt er verkþjófur að vera

Eftir að Sveinn Andri Sveinsson var skipaður skiptastjóri í þrotabúi EK 1923 ehf. var sextíu kröfum lýst í búið innan tilskilins frests.

Siðblindur Sveinn Andri Sveinsson

Víkur þá sögunni til Sveins Andra Sveinssonar skiptastjóra sem hófst þegar handa og notaði þá aðferð sem hann kann best, þ.e. að hóta og ógna.

Segir háa þóknun annars skiptastjórans einsdæmi

Ólga er meðal lögmanna vegna skipunar skiptastjóra yfir þrotabúi WOW AIR og hyggjast stjórnir Lögmannafélags Íslands og Félags kvenna í lögmennsku óska eftir upplýsingum um hvaða verkalagsregur gilda í slíkum tilfellum. Formaður félags kvenna í lögmennsku segir að þóknun sem annar skiptastjórinn hefur tekið sér fyrir slík verkefni þekkist ekki hjá öðrum lögmönnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
3,31
17
596.829
ICEAIR
2,61
9
6.646
ICESEA
2,01
2
4.834
BRIM
1,7
3
23.042
ARION
0,94
8
106.188

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-2,77
14
106.756
REITIR
-1,74
12
63.780
MAREL
-1,17
38
376.941
SYN
-1,02
5
1.145
EIK
-0,96
10
156.375
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.