Lífið

Fimm hundruð ljósaperur á risa jólatré í Hafnarfirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hjónin Ýr Kára og Anthony Bacigalupo kynntust fyrir tíu árum á Kaffibarnum.
Hjónin Ýr Kára og Anthony Bacigalupo kynntust fyrir tíu árum á Kaffibarnum.

Hjónin Ýr Kára og Anthony Bacigalupo kynntust fyrir tíu árum og búa nú í Hafnarfirði þar sem þau reka heimilisvörufyrirtæki og hönnunarstúdíóið Reykjavík Trading Co. sem er staðsett í ævintýralega bílskúrnum þeirra, The Shed.

Garðurinn þeirra hefur vakið mikla eftirtekt en þau halda þar viðburði og nýverið skreyttu þau gamalt grenitré sem blasti við út um gluggann þeirra en það tók fimm kvöld og 500 ljósperur.

Garðurinn þeirra er ævintýralega fallegur en Anthony ætlar að toppa sig nú fyrir jólin, og sótti því um styrk frá bæjarfélaginu til þess að gera stærsta skreytta jólatré á Íslandi fyrir utan húsið sitt.

Tréð er á lóð sem tilheyrir bænum og munu allir bæjarbúar og gestir geta fengið að njóta þess að skoða það.

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hitti þau hjónin í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og má sjá innslagið hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×