Lífið

Anthony tókst að gera stærsta skreytta jólatré landsins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Á sunnudag verður kveikt á 500 ljósaperum á jólatré í Hafnarfirði í garðinum hjá  Ýr Káradóttur og Anthony Bacigalup.
Á sunnudag verður kveikt á 500 ljósaperum á jólatré í Hafnarfirði í garðinum hjá Ýr Káradóttur og Anthony Bacigalup. Samsett mynd

Anthony Bacigalupo tókst áætlunarverk sitt og náði að gera stærsta skreytta jólatré á Íslandi. Anthony sagði frá verkefninu í viðtali við Vísi á dögunum en hann fékk styrk frá Hafnarfjarðarbæ til þess að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Viðbrögðin hafa verið svo góð að Anthony segist ákveðinn að gera þetta að árlegum viðburði. 

Á sunnudaginn verður kveikt á ljósunum á trénu, alls 500 perum, og ætla Hafnfirðingar og fleiri að fjölmenna í garðinn hjá Anthony og eiginkonu hans Ýr Káradóttur að fylgjast með. Tréð er á lóð sem tilheyrir bænum og munu allir bæjarbúar og gestir geta fengið að njóta þess að skoða það.

Tréð er í kringum 25 metrar á hæð. Mynd/Anthony Bacigalupo

„Ég er jólaálfur í dulargervi. Þetta verður án efa stærsta listaverk sem ég hef nokkurn tímann gert. Tréð er það stórt að ég þurfti að byrja undirbúninginn núna í nóvember. Ég mældi tréð og það er svona 25 metra hátt,“ sagði Anthony í viðtalinu við Vísi. 

Sjá einnig: Féll fyrir Íslandi og fann ástina á Kaffibarnum


Það tók Anthony fimm daga að hengja sjálfur upp meira en 500 stórar ljósaperur á tréð. 

„Þetta er hugsanlega það ógnvægilegasta og brjálaðasta sem ég hef gert í langan tíma. Ég var 25 metra frá jörðu einn í lyftunni og vann stundum á kvöldin. En ég hugsaði bara um það hvað þetta myndi færa bænum mikla gleði. Ég er mjög ánægður með að vera á lífi til að njóta þess.“

Ýr og Anthony hjálpuðu til við að skreyta jólaborð fyrir verslun Epal. Anthony segist vera mikill jólaálfur.

Anthony og Ýr hafa verið á fullu síðustu vikur að undirbúa jólin, bæði fyrir vörumerki sitt Reykjavík Trading Co. og svo einnig á heimili sínu og í garðinum. Jólatré þeirra á eflaust eftir að gleðja bæjarbúa og gesti mikið næstu vikurnar. Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.