Laufabrauðsstemming á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. desember 2019 22:00 það er skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að koma saman fyrir jólin og skera út og steikja laufabrauð. Á Selfossi hefur þetta verið siður til fjölda margra ára hjá einni fjölskyldu þar sem ungir og aldnir eiga góða stund saman. Í húsinu í Suðurengi 35 er hópur fólks komin saman til að skera út laufabrauð og steikja. Ægir Björgvinsson og Hrönn Sigurðardóttir, alltaf kölluð Didda bú í húsinu en þau kalla alltaf á börnin sín og barnabörn fyrir jól í einn skemmtilegan laufabrauðsdag þar sem allir fá að njóta sín. „Við byrjum nú á því að fara í verslunina og kaupa tilbúin brauð því við fletjum ekki út sjálf eða búum til deigið. Við gerum munstur með laufabrauðsjárnum, sem eru af ýmsum gerðum, sem við notum“, segir Ægir. Ægir segir að þegar það er búið að útbúa allskonar munstur í brauðin fari þau í steikingu. Það sé síðan alltaf góð stemming þegar laufabrauðin eru borin fram með hangikjötinu á jólunum þegar fólkið sér brauðin sín. Ægir smíðaði í tuttugu og sex ár laufabrauðsjárn fyrir Íslendinga og seldir í verslanir. Það þarf að vanda sig þegar brauðin eru skorin út í fallegt mynstur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Barnabörnin hlakka alltaf mikið til laufabrauðsdagsins. „Já, það er engin sem skorast undan í þessu, allir hafa jafn gaman laufabrauðsdeginum, það er virkilega gaman að því“, segir Ægir. Maddý Ósk og Hekla Dís segjast báðar elska það að skera út falleg munstur í laufabrauðin. „Þau eru líka rosalega góð með hangikjöti“, segja þær samtímis og skella upp úr. Mæðgurnar Hrönn (Didda) og Björk sjá um að steikja laufabrauðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar Didda og Björk sjá um að steikja laufabrauðin inn í eldhúsi. „Þetta er mjög skemmtilegt, við höfum gert þetta svo lengi að þetta er ómissandi. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu enda koma þau á hverju ári, voða gaman, þetta er byrjunin á jólunum“, segir Didda. Árborg Jólamatur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
það er skemmtileg hefð hjá mörgum fjölskyldum að koma saman fyrir jólin og skera út og steikja laufabrauð. Á Selfossi hefur þetta verið siður til fjölda margra ára hjá einni fjölskyldu þar sem ungir og aldnir eiga góða stund saman. Í húsinu í Suðurengi 35 er hópur fólks komin saman til að skera út laufabrauð og steikja. Ægir Björgvinsson og Hrönn Sigurðardóttir, alltaf kölluð Didda bú í húsinu en þau kalla alltaf á börnin sín og barnabörn fyrir jól í einn skemmtilegan laufabrauðsdag þar sem allir fá að njóta sín. „Við byrjum nú á því að fara í verslunina og kaupa tilbúin brauð því við fletjum ekki út sjálf eða búum til deigið. Við gerum munstur með laufabrauðsjárnum, sem eru af ýmsum gerðum, sem við notum“, segir Ægir. Ægir segir að þegar það er búið að útbúa allskonar munstur í brauðin fari þau í steikingu. Það sé síðan alltaf góð stemming þegar laufabrauðin eru borin fram með hangikjötinu á jólunum þegar fólkið sér brauðin sín. Ægir smíðaði í tuttugu og sex ár laufabrauðsjárn fyrir Íslendinga og seldir í verslanir. Það þarf að vanda sig þegar brauðin eru skorin út í fallegt mynstur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Barnabörnin hlakka alltaf mikið til laufabrauðsdagsins. „Já, það er engin sem skorast undan í þessu, allir hafa jafn gaman laufabrauðsdeginum, það er virkilega gaman að því“, segir Ægir. Maddý Ósk og Hekla Dís segjast báðar elska það að skera út falleg munstur í laufabrauðin. „Þau eru líka rosalega góð með hangikjöti“, segja þær samtímis og skella upp úr. Mæðgurnar Hrönn (Didda) og Björk sjá um að steikja laufabrauðið.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Mæðgurnar Didda og Björk sjá um að steikja laufabrauðin inn í eldhúsi. „Þetta er mjög skemmtilegt, við höfum gert þetta svo lengi að þetta er ómissandi. Krakkarnir hafa mjög gaman af þessu enda koma þau á hverju ári, voða gaman, þetta er byrjunin á jólunum“, segir Didda.
Árborg Jólamatur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira