Íslenski boltinn

Umboðsmaður Lennon hafði samband við Val

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steven Lennon fagnar marki með FH.
Steven Lennon fagnar marki með FH. vísir/bára

Fótbolti.net greinir frá því að umboðsmaður Steven Lennon, framherja FH, hafi haft samband við Val og kannað áhuga þeirra á Skotanum.

Lennon er með samning við Fimleikafélagið 2021 en í frétt Fótbolta.net segir að hann hafi ekkert spilað með FH í Bose-mótinu vegna vangoldinna launagreiðsla.

Deadline Day Sport hefur umsjón með Lennon en forsprakki umboðsskrifstofunnar er landi Lennon, Cesare Marchetti, en hjá umboðsskrifstofunni eru einnig meðal annars Aron Sigurðarson og Böðvar Böðvarsson.

Lennon hefur verið einn alöflugasti leikmaður Íslandsmótsins síðustu ár en hann hefur skorað 90 mörk í þeim 184 leikjum sem hann hefur spilað hér á landi.

Hann gekk í raðir FH árið 2014 og hefur leikið með liðinu síðan þá en einnig hefur hann leikið með Fram hér á landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.