Fótbolti

Misstu af tækifærinu til að komast upp í 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin var á sínum stað í byrjunarliði CSKA Moskvu.
Hörður Björgvin var á sínum stað í byrjunarliði CSKA Moskvu. vísir/getty

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskvu og lék allan leikinn þegar liðið tapaði fyrir Arsenal Tula, 0-1, á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór Sigurðsson lék síðustu tólf mínúturnar fyrir CSKA Moskvu sem tapaði sínum fimmta deildarleik á tímabilinu í kvöld.

CSKA Moskva er í 4. sæti deildarinnar með 34 stig eftir 18 leiki.

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Krasnodar sem gerði markalaust jafntefli við Tambov, næstneðsta lið deildarinnar, á heimavelli.

Þetta var fimmta jafntefli Krasnodar í síðustu sex deildarleikjum. Liðið er í 3. sæti með 34 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.