Fótbolti

Misstu af tækifærinu til að komast upp í 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin var á sínum stað í byrjunarliði CSKA Moskvu.
Hörður Björgvin var á sínum stað í byrjunarliði CSKA Moskvu. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskvu og lék allan leikinn þegar liðið tapaði fyrir Arsenal Tula, 0-1, á heimavelli í rússnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Arnór Sigurðsson lék síðustu tólf mínúturnar fyrir CSKA Moskvu sem tapaði sínum fimmta deildarleik á tímabilinu í kvöld.

CSKA Moskva er í 4. sæti deildarinnar með 34 stig eftir 18 leiki.

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Krasnodar sem gerði markalaust jafntefli við Tambov, næstneðsta lið deildarinnar, á heimavelli.

Þetta var fimmta jafntefli Krasnodar í síðustu sex deildarleikjum. Liðið er í 3. sæti með 34 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×