Innlent

Bíllinn valt út í móa

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum hafði ökumaðurinn sem valt út í móa misst af beygjunni sem hann hugðist taka.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum hafði ökumaðurinn sem valt út í móa misst af beygjunni sem hann hugðist taka. vísir/vilhelm
Bílvelta varð í Brekadal í Reykjanesbæ um helgina. Að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum hafði ökumaðurinn misst af beygju sem hann hugðist taka.Ætlaði hann því að hemla og snúa við en það tókst ekki betur til en svo að bíllinn hafnaði utan vegar og valt út í móa. Ökumaðurinn kenndi sér eymsla og ætlaði að leita til læknis. Bíllinn var óökufær eftir veltuna.

 

Þá rann rúta út af Norðurljósavegi í hálku og vó salt þar sem hún var komin. Dráttarbíll var fenginn til þess að draga rútuna upp á veginn en engir farþegar voru um borð.Auk þessa kærði lögreglan á Suðurnesjum nokkra ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem ók hraðast mældist á 132 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn var erlendur ferðamaður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.