Fótbolti

Englendingar spila við mótherja Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane í leiknum fræga á móti Íslandi á EM 2016.
Harry Kane í leiknum fræga á móti Íslandi á EM 2016. Getty/Marc Atkins
Enska knattspyrnulandsliðið ætlar að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið með tveimur vináttulandsleikjum í byrjun júní.

Mótherjar enska landsliðsins í þessum leikjum verða Austurríki og Rúmenía. Fyrri leikurinn fer fram í Austurríki 2. júní en sá seinni á einhverjum leikvelli í Englandi fimm dögum síðar.





Rúmenar eiga eins og Íslendingar enn möguleika á því að komast á EM 2020. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli í lok mars og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM alls staðar.

Enska knattspyrnusambandið hafði áður bókað vináttulandsleik á móti Dönum 31. mars og Englendingare ætla líka að vinna mótherja til að spila við enska landsliðið 27. mars.

Englendingar eru í riðli á EM með Króatíu, Tékklandi og svo sigurvegaranum úr umspilinu með Skotlandi, Noregi, Serbíu og Ísrael. Fyrsti leikur Englendinga á EM er 14. júní á móti Króatíu en allir leikir liðsins í riðlinum fara fram á Wembley.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×