Fótbolti

Englendingar spila við mótherja Íslands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane í leiknum fræga á móti Íslandi á EM 2016.
Harry Kane í leiknum fræga á móti Íslandi á EM 2016. Getty/Marc Atkins

Enska knattspyrnulandsliðið ætlar að undirbúa sig fyrir Evrópumeistaramótið með tveimur vináttulandsleikjum í byrjun júní.

Mótherjar enska landsliðsins í þessum leikjum verða Austurríki og Rúmenía. Fyrri leikurinn fer fram í Austurríki 2. júní en sá seinni á einhverjum leikvelli í Englandi fimm dögum síðar.Rúmenar eiga eins og Íslendingar enn möguleika á því að komast á EM 2020. Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli í lok mars og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM alls staðar.

Enska knattspyrnusambandið hafði áður bókað vináttulandsleik á móti Dönum 31. mars og Englendingare ætla líka að vinna mótherja til að spila við enska landsliðið 27. mars.

Englendingar eru í riðli á EM með Króatíu, Tékklandi og svo sigurvegaranum úr umspilinu með Skotlandi, Noregi, Serbíu og Ísrael. Fyrsti leikur Englendinga á EM er 14. júní á móti Króatíu en allir leikir liðsins í riðlinum fara fram á Wembley.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.