„Við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2019 18:45 Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar kynnti niðurstöður PISA-könnunar í morgun. Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“ Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Við höfum brugðist kennurum og stórt samfélagslegt verkefni er framundan við að bæta lestrarkunnáttu íslenskra barna. Þetta segir forstjóri Menntamálastofnunar. Menntamálaráðherra kynnti í dag aðgerðir til að bregðast við dapurri niðurstöðu nýjustu PISA-könnunar. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti. Útkoma Íslands í síðustu könnunin, sem var lögð fyrir 15 ára nemendur vorið 2018 og kynnt var í dag, er ekki góð. Þannig er Ísland langt fyrir neðan meðaltal OECD-ríkjanna þegar kemur að lesskilningi, líkt og Vísir hefur fjallað um í dag, og hefur sú þróun verið nokkuð stöðug niður á við síðan árið 2000. Í þeim efnum er staða drengja lakari en stúlkna. Læsi á stærðfræði hefur þó farið uppávið miðað við síðustu könnun en læsi á náttúruvísindi hefur einnig þróast í niðurávið. Sjá einnig: Niðurstöður nýrrar PISA-könnunar kynntar og útskýrðar „Það sem þyrfti að bæta, að þá höfum við lagt mikla áherslu á stuðning við kennara. Okkur finnst að við höfum að mörgu leyti bara brugðist kennurum við að takast á við þessar miklu breytingar sem hafa átt sér stað,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Vísar hann þar til þeirra samfélagsbreytinga sem hafa átt sér stað frá því að sá árgangur sem tók könnunina 2018, kom í heiminn. „Við höfum bent á ákveðna þætti sem að kannski liggja að baki þessari þróun. Það eru miklar samfélagslegar breytingar sem hafa átt sér stað. Ef við skoðum bara þennan árgang sem er fæddur 2002 sem tekur PISA 2018. Hann byrjar sína skólagöngu 2008 þegar er hrun, Iphone, samfélagsmiðlar, koma inn á þessu tímabili. Það eru miklar, tæknilegar samfélagsbreytingar sem eiga sér stað,“ segir Arnór. Þá þurfi að líta sérstaklega til sveitarfélaganna en árangurinn á landsbyggðinni er mun lakari heldur en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt könnuninni. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við fyrri könnunum með margvíslegum hætti en hún kynnti frekari aðgerðir í dag. „Ég segi, við þurfum að gera betur. Ég er mikil keppnismanneskja þannig að ég lít á þetta sem áhugaverða áskorun fyrir alla þjóðina,“ segir Lilja. Hún segist bjartsýn á að á Íslandi verði framúrskarandi menntakerfi árið 2024. „Við höfum gríðarlegan mannauð hér á Íslandi og okkur mun takast þetta.“
Skóla - og menntamál PISA-könnun Grunnskólar Tengdar fréttir Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31 Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07 Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Sjá meira
Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). 3. desember 2019 08:31
Kynnti aðgerðir til að bregðast við niðurstöðum PISA-könnunar Frammistaða í lesskilningi á Íslandi er mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltali OECD samkvæmt nýrri PISA-könnunar. Ríflega fjórðungur nemenda sem tóku þátt í könnuninni ná ekki grunnhæfniviðmiðum í lesskilningi. Menntamálaráðherra kynnti viðbragðsaðgerðir í dag. 3. desember 2019 12:07
Innflytjendur og landsbyggðarbörn standa verr að vígi Rúmlega helmingur innflytjenda sem tóku PISA-könnunina árið 2018 eru undir lágmarkshæfnimarki í lesskilningi. 3. desember 2019 10:34