Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2019 08:07 Hjónin í viðtali við Stöð 2 í ágúst síðastliðnum. Vísir/Stöð 2 Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott heldur vísa þeim frá landi. Gripið var til frávísunar í ljósi sérstakra aðstæðna parsins og þeim hefði þannig verið gert kleift að koma síðar löglega til Íslands að heimsækja leiði sonar síns. Eins og staðan er nú eru þau þó í endurkomubanni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Útlendingastofnunar vegna máls þeirra.Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að hjónum frá Georgíu, sem dvalið hafa á Íslandi frá því síðasta haust, verði nú vísað aftur til heimalandsins. Meðferð máls þeirra hér á landi hlaut þá niðurstöðu að þau uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Hjónin sóttu fyrst um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættumeðgöngu.Hefðu getað komið aftur með frávísun Útlendingastofnun segir í yfirlýsingu sinni að ávallt sé beitt „vægustu meðulum“ sem í boði eru við framfylgd útlendingalaga. Þá segir að farið hafi verið eftir lögum í máli georgísku fjölskyldunnar. „Fólki sem hefur ekki komið löglega til landsins eða fengið synjun um leyfi til að dvelja hér á landi er nær alltaf gefinn sá kostur að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Þegar mál hafa fengið endanlega meðferð hjá stjórnvöldum og allar aðstæður leyfa er ekki hægt að gera annað en að vísa úr landi, annað hvort með frávísun eða brottvísun.“ Tekið hafi verið tillit til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferðina, þ.e. þeirrar staðreyndar að leiði barns þeirra sé hér á landi og þau vilji geta heimsótt það. Til þess að þau geti komið hingað löglega síðar í þeim tilgangi hafi verið tekin ákvörðun um að „brottvísa“ þeim ekki heldur „frávísa.“ „Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem er framkvæmd af lögreglu, felur í sér endurkomubann inn á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið hér til lengri eða skemmri tíma, svo lengi sem þeir fylgi hefðbundnum skilyrðum sem allir sem hingað koma þurfa að hlíta,“ að því er segir í yfirlýsingunni.Fátítt er að georgískum ríkisborgurum sé veitt vernd hér á landi.Vísir/VilhelmÞá greinir Útlendingastofnun frá því að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Heimilt sé að vísa á brott einstaklingum sem ekki fara sjálfviljugir úr landi í kjölfar frávísunar. „[…] og því miður er það lokaúrræðið í svona málum.“„Aðgerðin“ enn í gangi Vegna þess að ákveðið var að vísa fjölskyldunni á brott er hún því í endurkomubanni. Í yfirlýsingunni er þó tekið fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því að ákvörðun um brottvísun var tekin. Þá sé einnig heimilt þegar sérstaklega stendur á að heimila þeim, sem vísað hefur verið brott, að heimsækja landið án þess þó að endurkomubann falli úr gildi. Samkvæmt upplýsingum frá Þórhildi Ósk Hagalín upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar er aðgerð stofnunarinnar og lögreglu í máli fjölskyldunnar enn í gangi. Hún gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Haft var eftir lögmanni fjölskyldunnar í gær að móðirin dveldi á lögreglustöð en barnið væri í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hafði þá ekki gefið sig fram. Þá var jafnvel áætlað að flytja móður og barn úr landi í gærkvöldi eða nú í morgun og aðskilja frá föður. Fátítt er að georgískum ríkisborgurum sé veitt vernd í Evrópu, þar sem landið er metið öruggt. Hér á landi hefur umsóknum flestra georgískra ríkisborgara verið synjað í kjölfar skoðunar á aðstæðum einstaklinganna og almennum aðstæðum í Georgíu, að því er segir í yfirlýsingu Útlendingastofnunar. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Hælisleitendur Tengdar fréttir Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott heldur vísa þeim frá landi. Gripið var til frávísunar í ljósi sérstakra aðstæðna parsins og þeim hefði þannig verið gert kleift að koma síðar löglega til Íslands að heimsækja leiði sonar síns. Eins og staðan er nú eru þau þó í endurkomubanni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Útlendingastofnunar vegna máls þeirra.Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að hjónum frá Georgíu, sem dvalið hafa á Íslandi frá því síðasta haust, verði nú vísað aftur til heimalandsins. Meðferð máls þeirra hér á landi hlaut þá niðurstöðu að þau uppfylli ekki skilyrði um alþjóðlega vernd. Hjónin sóttu fyrst um alþjóðlega vernd hér á landi árið 2017 þegar konan var ólétt af fyrsta barni þeirra en það fæddist andvana á 20. viku meðgöngu. Hjónunum var synjað um hælis- og dvalarleyfi og var vísað á brott til Georgíu. Stuttu síðar komu þau aftur og sóttu um vernd í annað sinn því þau vildu búa nær gröf barns síns. Aftur var synjað en brottvísun frestað þar sem konan var ólétt á ný og í áhættumeðgöngu.Hefðu getað komið aftur með frávísun Útlendingastofnun segir í yfirlýsingu sinni að ávallt sé beitt „vægustu meðulum“ sem í boði eru við framfylgd útlendingalaga. Þá segir að farið hafi verið eftir lögum í máli georgísku fjölskyldunnar. „Fólki sem hefur ekki komið löglega til landsins eða fengið synjun um leyfi til að dvelja hér á landi er nær alltaf gefinn sá kostur að yfirgefa landið af sjálfsdáðum. Þegar mál hafa fengið endanlega meðferð hjá stjórnvöldum og allar aðstæður leyfa er ekki hægt að gera annað en að vísa úr landi, annað hvort með frávísun eða brottvísun.“ Tekið hafi verið tillit til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferðina, þ.e. þeirrar staðreyndar að leiði barns þeirra sé hér á landi og þau vilji geta heimsótt það. Til þess að þau geti komið hingað löglega síðar í þeim tilgangi hafi verið tekin ákvörðun um að „brottvísa“ þeim ekki heldur „frávísa.“ „Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem er framkvæmd af lögreglu, felur í sér endurkomubann inn á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið hér til lengri eða skemmri tíma, svo lengi sem þeir fylgi hefðbundnum skilyrðum sem allir sem hingað koma þurfa að hlíta,“ að því er segir í yfirlýsingunni.Fátítt er að georgískum ríkisborgurum sé veitt vernd hér á landi.Vísir/VilhelmÞá greinir Útlendingastofnun frá því að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Heimilt sé að vísa á brott einstaklingum sem ekki fara sjálfviljugir úr landi í kjölfar frávísunar. „[…] og því miður er það lokaúrræðið í svona málum.“„Aðgerðin“ enn í gangi Vegna þess að ákveðið var að vísa fjölskyldunni á brott er hún því í endurkomubanni. Í yfirlýsingunni er þó tekið fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því að ákvörðun um brottvísun var tekin. Þá sé einnig heimilt þegar sérstaklega stendur á að heimila þeim, sem vísað hefur verið brott, að heimsækja landið án þess þó að endurkomubann falli úr gildi. Samkvæmt upplýsingum frá Þórhildi Ósk Hagalín upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar er aðgerð stofnunarinnar og lögreglu í máli fjölskyldunnar enn í gangi. Hún gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Haft var eftir lögmanni fjölskyldunnar í gær að móðirin dveldi á lögreglustöð en barnið væri í umsjá barnaverndaryfirvalda. Faðirinn hafði þá ekki gefið sig fram. Þá var jafnvel áætlað að flytja móður og barn úr landi í gærkvöldi eða nú í morgun og aðskilja frá föður. Fátítt er að georgískum ríkisborgurum sé veitt vernd í Evrópu, þar sem landið er metið öruggt. Hér á landi hefur umsóknum flestra georgískra ríkisborgara verið synjað í kjölfar skoðunar á aðstæðum einstaklinganna og almennum aðstæðum í Georgíu, að því er segir í yfirlýsingu Útlendingastofnunar. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28
Vilja geta heimsótt leiði sonar síns Hjón frá Georgíu berjast fyrir að fá dvalarleyfi hér á landi svo þau geti heimsótt leiði sonar síns í Gufuneskirkjugarði. Þau eignuðust annað barn janúar og segja að samkvæmt lögum megi ekki vísa barni úr landi sem hefur búið hér óslitið frá fæðingu. Hjónunum hefur alls þrisvar verið synjað um bæði hælis-og dvalarleyfi. 5. ágúst 2019 18:30