Katrín lagði áherslu á afvopnunar- og loftslagsmál á NATO-fundinum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. desember 2019 18:45 Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur. Aðdragandi fundarins einkenndist af togstreitu. Tyrkir höfðu gert kröfu um að hersveitir Kúrda í Sýrlandi yrðu skilgreindar hryðjuverkasamtök og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði ummæli Frakklandsforseta, sem sagði NATO stríða við heilabilun, andstyggileg. Þrátt fyrir þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sótti fundinn, að hann hafi verið hinn rólegasti. Hún segir að fulltrúar aðildarríkja hafi farið yfir áherslur sínar en stóru umræðuefnin hafi verið þau sömu og á síðasta fundi. Einna helst hafi verið rætt um þá kröfu Bandaríkjastjórnar um að ríki auki framlög sín til her- og varnarmála og til bandalagsins sjálfs. Þá segir forsætisráðherra að einnig hafi verið talað um þau sjónarmið að ef dreifa ætti fjármögnun jafnar væri rétt að dreifa ákvarðanatökunni. Áherslur íslenskra stjórnvalda voru, að sögn forsætisráðherra, áhyggjur af því að afvopnunarsamningar séu að flosna upp, stefnuleysi í loftslagsmálum, málefni Norður-Atlantshafs og jafnréttismál. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, í dag. Þar ræddu þau meðal annars um stöðu jafnréttismála og áherslur komandi ríkisstjórnar Spánverjans. Hann hafi einnig rætt sérstaklega um stöðu Katalóníu á Spáni, en sjálfsstjórnarhéraðið hefur logað í mótmælum undanfarin ár, sérstaklega eftir að leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar fengu þunga fangelsisdóma í haust. Segir Katrín að ítarlega hafi verið farið yfir málið og áhyggjur íslenskra stjórnvalda af stöðunni. NATO Utanríkismál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins funduðu í Lundúnum í dag. Forsætisráðherra segir að krafa Bandaríkjanna um aukin fjárframlög aðildarríkja hafi verið rædd, en sömuleiðis það sjónarmið að aukin dreifing fjárframlaga og stefnumótunar þurfi að haldast í hendur. Aðdragandi fundarins einkenndist af togstreitu. Tyrkir höfðu gert kröfu um að hersveitir Kúrda í Sýrlandi yrðu skilgreindar hryðjuverkasamtök og Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði ummæli Frakklandsforseta, sem sagði NATO stríða við heilabilun, andstyggileg. Þrátt fyrir þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem sótti fundinn, að hann hafi verið hinn rólegasti. Hún segir að fulltrúar aðildarríkja hafi farið yfir áherslur sínar en stóru umræðuefnin hafi verið þau sömu og á síðasta fundi. Einna helst hafi verið rætt um þá kröfu Bandaríkjastjórnar um að ríki auki framlög sín til her- og varnarmála og til bandalagsins sjálfs. Þá segir forsætisráðherra að einnig hafi verið talað um þau sjónarmið að ef dreifa ætti fjármögnun jafnar væri rétt að dreifa ákvarðanatökunni. Áherslur íslenskra stjórnvalda voru, að sögn forsætisráðherra, áhyggjur af því að afvopnunarsamningar séu að flosna upp, stefnuleysi í loftslagsmálum, málefni Norður-Atlantshafs og jafnréttismál. Katrín átti einnig tvíhliða fund með Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, í dag. Þar ræddu þau meðal annars um stöðu jafnréttismála og áherslur komandi ríkisstjórnar Spánverjans. Hann hafi einnig rætt sérstaklega um stöðu Katalóníu á Spáni, en sjálfsstjórnarhéraðið hefur logað í mótmælum undanfarin ár, sérstaklega eftir að leiðtogar sjálfstæðishreyfingarinnar fengu þunga fangelsisdóma í haust. Segir Katrín að ítarlega hafi verið farið yfir málið og áhyggjur íslenskra stjórnvalda af stöðunni.
NATO Utanríkismál Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira