Lífið

Vin­konur Línu þurfa stöðugt að berja niður slúður­sögur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lína Birgitta má þola að heyra margar slúðursögur um sig.
Lína Birgitta má þola að heyra margar slúðursögur um sig. Vísir/vilhelm

Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir hefur komið víða við síðastliðin ár en hún sló fyrst í gegn á bloggsíðu sinni og síðar meir á sínum samfélagsmiðlum. Hún þykir klókur tískuráðgjafi og tjáir sig einna helst um föt og tísku á þeim vettvangi. Lína er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum kemur  hún víða við.

Það fylgir því að vera opinber persónu eins og Lína að stór hluti af þjóðinni fylgist vel með einkalífi hennar. Lína hefur þurft að svara fyrir allskyns slúðursögur sem hafa grasserað og það hefur hún jafnvel gert opinberlega. Henni finnst stundum erfitt að vera opinber persónu í þessu litla samfélagi.

„Skrápurinn minn er orðinn frekar þykkur og það þarf orðið mikið til að ég taki einhverju illa. Það kemur samt fyrir og þegar maður er kannski lítill í sér og það kemur fram einhver saga eða slúður þá hefur það alveg áhrif á mann, og það er vont. Þá hugsa ég stundum af hverju ég sé að gera það sem ég geri,“ segir Lína og bætir við að hún sé stundum tilneydd til þess að segja frá einhverjum hlutum til að vera á undan slúðursögum.

„Maður heyrir svona slúðursögur þegar maður hitir vinkonur sínar. Ein vinkona mín sagði við mig um daginn að hún ætti í raun að fá greitt fyrir að vera alltaf að verja mig fyrir slúðri. Þetta er lítið land, við erum fá og fólki finnst gaman að tala og ég geri mér alveg grein fyrir því að það er partur af því að vera opinber manneskja.“

Í þættinum ræðir Lína einnig um baráttu sína við búlimíu og kaupfíkn, um líkamsímynd kvenna á samfélagsmiðlum, um slúðrir sem hún hefur mátt eiga við í gegnum tíðina, um ástarsorg, um nýjan sjónvarpsþátt sem hún fer af stað með á næstunni, um tónlistarferilinn og fatalínu sína.


Tengdar fréttir

Skilnaðurinn styrkti sambandið

Frosti Logason hefur starfað á X-inu í tuttugu ár eða frá árinu 1999. Hann sló í gegn í rokksveitinni Mínus á sínum tíma og er að gera góða hluti í Íslandi í dag á Stöð 2 um þessar mundir. Frosti er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Lygilegar bransasögur með Steinda

Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur heillað þjóðina með gríni síðastliðinn áratug. Steindi er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Enginn beðið mig afsökunar

"Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.