Lífið

„Þetta er grínmynd og það er verið að gera grín að okkur í henni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhannes Haukur fer um víðan völl í Einkalífinu og talar meðal annars hvað hlutverkið í Svartur á leik gerði fyrir hans feril
Jóhannes Haukur fer um víðan völl í Einkalífinu og talar meðal annars hvað hlutverkið í Svartur á leik gerði fyrir hans feril vísir/vilhelm
Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn af okkar farsælustu leikurum sem hefur unnið með hverri stórstjörnunni á fætur annarri. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu og fer um víðan völl í þættinum.

„Ég lék í myndinni í þeim hluta sem er tekinn upp í London. Minni vinnu í þessari kvikmynd er lokið. Svona myndir eru nokkra mánuði í tökum og það var svolítil upplifun að hitta Will Ferrell,“ segir Jóhannes Haukur sem kemur fyrir í Eurovision-mynd Ferrell sem tekin er að hluta upp hér á landi.

Meðal leikara sem taka þátt í verkefninu eru Pierce Brosnan, Will Ferrell og Rachel McAdams og er kvikmyndin framleidd af Netflix. Íslenskir leikarar sem voru ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Rachel McAdams og Will Ferrell munu leika Íslendinga sem taka þátt í Eurovision-keppninni.

„Ferrell er í svolitlu persónulegu uppáhaldi hjá mér og það var gaman hvað hann gaf sér tíma til að hitta okkur sem voru þarna með honum og spjallaði heillengi við okkur. Manni finnst það alveg mjög gaman. Það er gaman að viðkomandi nenni að sitja með manni og borða með manni hádegismat og spjalla um heima og geyma.“

Jóhannes segist vera spenntur að sjá myndina í heild sinni.

„Ég er búinn að lesa handritið og sjá efnistökin en það er alltaf spennandi að sjá lokaútkomuna.“

Það muna eflaust margir eftir kvikmyndinni Borat þar sem töluvert er gert grín að Kasakstan. Er verið að gera grín að okkur Íslendingum í Eurovision-myndinni?

„Það gæti mjög hugsanlega verið. Við getum svo sem tekið við því. Þetta er grínmynd og það er verið að gera grín að okkur í henni, þannig séð. Við erum þjóð sem vinnum aldrei en þráum það svo heitt.“

Hér að ofan má sjá þáttinn í heild sinni en í honum ræðir Jóhannes einnig um upphaf ferilsins, hvaða stjörnur hann hefur unnið með síðustu ár og hver hafi verið skemmtilegastur og hver hafi verið hvað leiðinlegastur, hlutverkið sem breytti starfsferli hans, um áhyggjurnar að velgengninni gæti verið lokið á morgun og komandi verkefni en Jóhannes er til að mynda að vinna að kvikmynd með Mark Wahlberg um þessar mundir.


Tengdar fréttir

Drakk frá mér alla ábyrgð

Ingólfur Þórarinsson hefur verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins síðastliðinn fimmtán ár. Ingó er gestur vikunnar í Einkalífinu en í þættinum fer söngvarinn um víðan völl og kemur inn á það að hann hafi ekki drukkið áfengi í sjö mánuði.

Átröskunin heltók stóran kafla af lífinu mínu

Vala Kristín Eiríksdóttir er ung og efnileg leikkona sem hefur vakið mikla athygli undanfarin ár fyrir flotta frammistöðu í leiklistarsenunni hér á landi. Vala er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Enginn beðið mig afsökunar

"Þú þarft ekki að svara þessu en ég vildi bara segja þér að ég er ekki að fara kjósa þig. Ég ekki að reyna vera dónaleg en mér finnst bara kjánalegt að þú sért að taka þátt í keppni fyrir íslenskar stelpur!“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.