Innlent

Stytting vinnuvikunnar hjá VR gengið vel nema hjá Ölgerðinni

Heimir Már Pétursson skrifar
Stefán Sveinbjörnsson framkvæmdastjóri VR segir Ölgerðina eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk í félaginu til annars stéttarfélags til að sleppa undan styttingu vinnuvikunnar samkvæmt nýjustu samningum VR.

Ölgerðin gerði hluta starfsmanna sinna að velja milli fjögurra kosta þar sem að minnsta kosti einn kostanna fól í sér uppsögn í starfi skipti starfsfólkið ekki um stéttarfélag.

Hvað finnst ykkur hjá VR um svona skilaboð til ykkar félagsmanna?

„Almennt séð hefur vinnutíma styttingin gengið vel hjá okkur. En þetta er eina dæmið sem við vitum um þar sem fólki eru settir einhverjir afarkostir. En það er alveg ljóst mál að lagerstarfsmenn og sölumenn í útkeyrslu eru félagsmenn í VR, sem vinna undir kjarasamningi VR og eiga rétt á vinnutíma styttingu,“ segir Stefán.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×