Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2019 15:15 Höfuðstöðvar Ölgerðarinnar við Grjótháls. Vísir/Vilhelm Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin nóvember-desember. Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna VR sem svarar til níu mínútna á dag fyrir starfsmann í fullu starfi. Þessar níu mínútur jafngilda 45 mínútum á viku eða rúmlega þriggja klukkustunda á mánuði án skerðingar launa. Markmiðið með breytingunni var að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni. Það er svo fyrirtækjanna, í samstarfi við starfsfólk, að komast að niðurstöðu hvernig best sé að hátta styttingunni. Breytingin átti að taka gildi þann 1. desember. Tryggingafélögin VÍS og Sjóvá hafa til dæmis samið við starfsfólk sitt um styttri vinnudaga á föstudögum og tilkynnt um leið að útibú þeirra eru opin skemur á föstudögum.Þrír kostir Ölgerðin boðaði bílastjóra sína, starfsmenn á lager og verksmiðju á sinn fund á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Síðustu virku dagana fyrir mánaðarmót. Starfsmenn stóðu frammi fyrir þremur kostum: 1. Ganga úr VR og í Eflingu 2. Halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu 3. Að vera sagt upp frá og með næstu mánaðamótum með þriggja mánaðar uppsagnarfrest. Sumir starfsmenn fengu afarkostina rétt fyrir lok vinnudagsins á föstudaginn, síðasta virka dag mánaðar.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.Neituðu að skrifa undir Samkvæmt heimildum Vísis neituðu starfsmenn að sætta sig við útspil Ölgerðarinnar. Forsvarsmenn Ölgerðarinnar brugðust við með því að segjast ekki ætla að þvinga hópinn til undirskriftar. Rætt yrði við starfsmennina aftur í vikunni sem nú er hálfnuð án þess að heyrst hafi frá yfirmönnum. Uppsagnirnar hefðu átt að taka gildi um mánaðarmótin og starfsmönnum gert að vinna út febrúarmánuð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðfest við fréttastofu að málið sé á borði VR og til skoðunar hjá lögfræðingum félagsins. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Andra Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, sem var ekki við vinnu í dag. Skilaboðum var komið til Júlíusar Steins Kristjánssonar mannauðsstjóra og óskað eftir viðbrögðum. Uppfært klukkan 18:15. Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti í yfirlýsingu. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin nóvember-desember. Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnutíma félagsmanna VR sem svarar til níu mínútna á dag fyrir starfsmann í fullu starfi. Þessar níu mínútur jafngilda 45 mínútum á viku eða rúmlega þriggja klukkustunda á mánuði án skerðingar launa. Markmiðið með breytingunni var að gera vinnumarkaðinn fjölskylduvænni. Það er svo fyrirtækjanna, í samstarfi við starfsfólk, að komast að niðurstöðu hvernig best sé að hátta styttingunni. Breytingin átti að taka gildi þann 1. desember. Tryggingafélögin VÍS og Sjóvá hafa til dæmis samið við starfsfólk sitt um styttri vinnudaga á föstudögum og tilkynnt um leið að útibú þeirra eru opin skemur á föstudögum.Þrír kostir Ölgerðin boðaði bílastjóra sína, starfsmenn á lager og verksmiðju á sinn fund á fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Síðustu virku dagana fyrir mánaðarmót. Starfsmenn stóðu frammi fyrir þremur kostum: 1. Ganga úr VR og í Eflingu 2. Halda sér í VR en vinna samkvæmt Eflingu 3. Að vera sagt upp frá og með næstu mánaðamótum með þriggja mánaðar uppsagnarfrest. Sumir starfsmenn fengu afarkostina rétt fyrir lok vinnudagsins á föstudaginn, síðasta virka dag mánaðar.Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar.Neituðu að skrifa undir Samkvæmt heimildum Vísis neituðu starfsmenn að sætta sig við útspil Ölgerðarinnar. Forsvarsmenn Ölgerðarinnar brugðust við með því að segjast ekki ætla að þvinga hópinn til undirskriftar. Rætt yrði við starfsmennina aftur í vikunni sem nú er hálfnuð án þess að heyrst hafi frá yfirmönnum. Uppsagnirnar hefðu átt að taka gildi um mánaðarmótin og starfsmönnum gert að vinna út febrúarmánuð. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur staðfest við fréttastofu að málið sé á borði VR og til skoðunar hjá lögfræðingum félagsins. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Andra Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, sem var ekki við vinnu í dag. Skilaboðum var komið til Júlíusar Steins Kristjánssonar mannauðsstjóra og óskað eftir viðbrögðum. Uppfært klukkan 18:15. Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti í yfirlýsingu. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar, er rétt að eftirfarandi komi fram.Ölgerðin virðir alla kjarasamninga, réttindi og skyldur sinna starfsmanna og harmar rangfærslur þar um sem birst hafa.Málið snýst um starfsmenn fyrirtækisins sem vinna í sömu deildum en eru í ólíkum stéttarfélögum. Unnið hefur verið að samræmingu, þannig að starfsmenn í sömu deildum séu allir að njóta sömu réttinda og skylda. Hafi starfsmenn upplifað þær aðferðir til samræmingar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því.Í fréttaflutningi af málinu hefur verið tekið fram að starfsmönnum hafi verið boðið að afsala sér rétti til styttri vinnuviku. Það er rangt. Starfsmenn hafa þegar unnið sér slík réttindi inn og fengið greitt í samræmi við það um nokkurra ára skeið og hefur aldrei staðið til að gera breytingar á því.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Vísir hefur í fórum sínum bréfið sem starfsmenn Ölgerðarinnar fengu á fundum undir lok síðasta mánaðar. 4. desember 2019 19:02