Erlent

Skotárás í flotastöð í Flórída

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Hinir særðu voru fluttir á Baptist Health Care  spítalann.
Hinir særðu voru fluttir á Baptist Health Care spítalann. Baptist Health Care
Tveir létu lífið og nokkrir særðust í skotárás í herstöð bandaríska flughersins í bænum Pensacola í Flórída í Bandaríkjunum á þriðja tímanum í dag.

Yfirvöld hafa staðfest að hættuástand sé liðið hjá og að árásarmaðurinn sé látinn.

Talskona spítalans Baptist Health Care segir að heilbrigðisstarfsfólk hafi tekið á móti og hlúð að fimm manneskjum sem særðust í skotárásinni. Hún sagðist ekki vita um alvarleika meiðsla þeirra.

Flotstöðinni var lokað um leið og yfirvöld gerðu sér grein fyrir að árásarmaður léki þar lausum hala.

Um 16.000 hermenn annars vegar og 7.400 óbreyttir starfsmenn hins vegar starfa með einum eða öðrum hætti hjá flotastöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×