Fótbolti

Al Arabi kom tvisvar til baka og Árni Vill sjóðheitur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Getty/Elsa

Fjórir íslenskir knattspyrnumenn voru að ljúka leikjum sínum um víða veröld nú rétt í þessu. 

Í Katar gerði Íslendingalið Al Arabi, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, 2-2 jafntefli við Al Duhail í bikarkeppninni. Birkir Bjarnason var í byrjunarliðinu og lék 83 mínútur en Aron Einar Gunnarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Al Arabi er komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar þrátt fyrir jafnteflið en fyrirkomulagið í bikarkeppninni í Katar inniheldur riðlakeppni sem var að ljúka með þessum leik.

Í Úkraínu var Árni Vilhjálmsson allt í öllu þegar lið hans, Kolos Kovalivka, vann stórsigur á Dnipro-1, 4-0.

Árni skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt mark en myndband úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

Kolos í 6.sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar en liðið er nýliði í deildinni.

Í Póllandi spilaði Böðvar Böðvarsson allan leikinn í vörn Jagiellonia Bialystok þegar liðið beið lægri hlut fyrir 
KGHM Zaglebie Lubin en Böðvar og félagar léku manni færri frá því á 52.mínútu.

Höfðu þeir þá þegar lent marki undir því gestirnir skoruðu á 18.mínútu það sem reyndist eina mark leiksins. Böðvar og félagar í 9.sæti af þeim 16 liðum sem leika í pólsku úrvalsdeildinni.

Á Ítalíu var Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliði Spezia þegar liðið mætti Livorno í ítölsku B-deildinni. Sveini var skipt af velli á 54.mínútu en þá var staðan orðin 1-0 Spezia í vil og fór að lokum svo að liðið vann 2-0 sigur. Spezia í 12.sæti af 20 liðum.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.