Fótbolti

Al Arabi kom tvisvar til baka og Árni Vill sjóðheitur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Getty/Elsa
Fjórir íslenskir knattspyrnumenn voru að ljúka leikjum sínum um víða veröld nú rétt í þessu. Í Katar gerði Íslendingalið Al Arabi, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, 2-2 jafntefli við Al Duhail í bikarkeppninni. Birkir Bjarnason var í byrjunarliðinu og lék 83 mínútur en Aron Einar Gunnarsson er fjarri góðu gamni vegna meiðsla.Al Arabi er komið í 8-liða úrslit bikarkeppninnar þrátt fyrir jafnteflið en fyrirkomulagið í bikarkeppninni í Katar inniheldur riðlakeppni sem var að ljúka með þessum leik.

Í Úkraínu var Árni Vilhjálmsson allt í öllu þegar lið hans, Kolos Kovalivka, vann stórsigur á Dnipro-1, 4-0.Árni skoraði tvö mörk auk þess að leggja upp eitt mark en myndband úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.Kolos í 6.sæti úkraínsku úrvalsdeildarinnar en liðið er nýliði í deildinni.

Í Póllandi spilaði Böðvar Böðvarsson allan leikinn í vörn Jagiellonia Bialystok þegar liðið beið lægri hlut fyrir 

KGHM Zaglebie Lubin en Böðvar og félagar léku manni færri frá því á 52.mínútu.Höfðu þeir þá þegar lent marki undir því gestirnir skoruðu á 18.mínútu það sem reyndist eina mark leiksins. Böðvar og félagar í 9.sæti af þeim 16 liðum sem leika í pólsku úrvalsdeildinni.Á Ítalíu var Sveinn Aron Guðjohnsen í byrjunarliði Spezia þegar liðið mætti Livorno í ítölsku B-deildinni. Sveini var skipt af velli á 54.mínútu en þá var staðan orðin 1-0 Spezia í vil og fór að lokum svo að liðið vann 2-0 sigur. Spezia í 12.sæti af 20 liðum.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.