Fótbolti

Sóknartríó PSG kreisti fram endurkomusigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir þrír farnir að tengja ansi vel.
Þessir þrír farnir að tengja ansi vel. vísir/getty
Franska meistaraliðið PSG styrkti stöðu sína á toppi Ligue 1 í kvöld þegar liðið heimsótti Montpellier.Heimamenn voru reyndar lengi með forystu því Leandro Paredes varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og hélt Montpellier forystunni alveg þar til stundarfjórðungur lifði leiks.Þá tók sóknartríó Parísarliðsins við sér því Neymar jafnaði metin á 74.mínútu og nokkrum sekúndum síðar lagði hann upp mark fyrir Kylian Mbappe. Mbappe lagði svo upp mark fyrir Mauro Icardi á 81.minútu og lokatölur 1-3 fyrir PSG.
 
 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.