Fótbolti

Sóknartríó PSG kreisti fram endurkomusigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þessir þrír farnir að tengja ansi vel.
Þessir þrír farnir að tengja ansi vel. vísir/getty

Franska meistaraliðið PSG styrkti stöðu sína á toppi Ligue 1 í kvöld þegar liðið heimsótti Montpellier.

Heimamenn voru reyndar lengi með forystu því Leandro Paredes varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark seint í fyrri hálfleik og hélt Montpellier forystunni alveg þar til stundarfjórðungur lifði leiks.

Þá tók sóknartríó Parísarliðsins við sér því Neymar jafnaði metin á 74.mínútu og nokkrum sekúndum síðar lagði hann upp mark fyrir Kylian Mbappe. 

Mbappe lagði svo upp mark fyrir Mauro Icardi á 81.minútu og lokatölur 1-3 fyrir PSG.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.