Fótbolti

Sjöundi leikur Napoli í röð án sigurs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Það er vesen hjá Ancelotti
Það er vesen hjá Ancelotti vísir/getty

Það gengur hvorki né rekur hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þessa dagana en liðið heimsótti Udinese í dag.

Udinese að berjast í neðri hluta deildarinnar en Kevin Lasagna kom þeim yfir eftir hálftíma leik og höfðu heimamenn forystu allt þar til á 69.mínútu þegar Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli.

Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki. Lokatölur 1-1 og er Napoli án sigurs í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni. Hafa ekki unnið leik síðan þeir Hellas Verona þann 19.október síðastliðinn.

Stórleikur umferðarinnar í ítalska boltanum fer fram í kvöld þegar liðin í 2. og 3.sæti deildarinnar mætast þar sem Juventus heimsækir Lazio. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.