Fótbolti

Sjöundi leikur Napoli í röð án sigurs

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Það er vesen hjá Ancelotti
Það er vesen hjá Ancelotti vísir/getty
Það gengur hvorki né rekur hjá Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta þessa dagana en liðið heimsótti Udinese í dag.Udinese að berjast í neðri hluta deildarinnar en Kevin Lasagna kom þeim yfir eftir hálftíma leik og höfðu heimamenn forystu allt þar til á 69.mínútu þegar Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli.Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki. Lokatölur 1-1 og er Napoli án sigurs í síðustu sjö leikjum sínum í deildinni. Hafa ekki unnið leik síðan þeir Hellas Verona þann 19.október síðastliðinn.Stórleikur umferðarinnar í ítalska boltanum fer fram í kvöld þegar liðin í 2. og 3.sæti deildarinnar mætast þar sem Juventus heimsækir Lazio. Er leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.