Enski boltinn

Mourinho: Sonur minn kallar hann alltaf Sonaldo

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ná vel saman
Ná vel saman
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, líkti Son Heung-Min við brasilíska snillinginn Ronaldo eftir stórkostlegt mark Suður-Kóreumannsins gegn Burnley í gær.„Jafnvel áður en hann skoraði þetta mark kallaði sonur minn hann Sonaldo, Sonaldo Nazario og í dag spilaði hann eins og Ronaldo,“ segir Mourinho og á þá við þann brasilíska en ekki landa sinn frá Portúgal, Cristiano Ronaldo.Son fékk boltann á eigin vallarhelmingi og labbaði fram hjá meirihluta leikmanna Burnley áður en hann skoraði af öryggi. Eitthvað sem Mourinho hefur séð áður.Mourinho var aðstoðarmaður Bobby Robson hjá Barcelona þegar Ronaldo var að stíga sín fyrstu skref þar.„Það kom upp í huga minn þegar ég sá markið hjá Son. Þá varð ég þess heiðurs aðnjótandi að sitja við hlið Sir Bobby Robson þegar Ronaldo fékk boltann á eigin vallarhelmingi og skoraði mark sem var mjög líkt marki Son í dag. Stórkostlegt mark,“ segir Mourinho áður en hann hélt áfram að ausa Son lofi.„Í gær hitti ég foreldra hans. Þar sá ég hvaðan hann fær þennan magnaða karakter. Hann er frábær og alltaf glaður,“ segir Mourinho.Hér fyrir neðan má sjá mark Ronaldo sem Mourinho talar um.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.