Þýskir Jafnaðarmenn krefjast aukinna útgjalda til félagsmála Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2019 09:45 Þeim Norbert Walter-Borjans og Saskia Esken er ætlað að rífa upp fylgi þýskra Jafnaðarmanna sem hefur verið í frjálsu falli síðustu ár. Getty Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig. Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Jafnaðarmenn í Þýskalandi fara nú fram á að ríkisstjórn Angelu Merkel kanslara, sem Jafnaðarmenn eiga aðild að, verji auknu fé til félagsmála. Ný forysta hefur tekið við stjórnartaumunum í flokknum og óttast margir að með henni kunni stjórnarsamstarfið að vera í hættu. Landsfundur þýskra Jafnaðarmanna (SPD) fer fram í Berlín um helgina. Þau Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans tóku formlega við sem leiðtogar flokksins á föstudag en atkvæðagreiðsla um nýja forystu hafði farið fram meðal flokksmanna síðustu vikurnar. Walter-Borjans er fyrrverandi fjármálaráðherra Norðurrín-Vestfalíu og hefur verið kallaður Hrói Höttur vegna baráttu sinnar gegn skattsvikurum með reikninga í Sviss. Esken hefur setið á þingi fyrir Baden-Württemberg frá 2013.Gagnrýnin á stjórnarsamstarfið Þau Esken og Walter-Borjans hafa bæði verið gagnrýnin á stjórnarsamstarf SPD og Kristilegra demókrata (CDU), flokks Merkel kanslara, og hafa margir því óttast að stjórnin kunni að leysast upp með nýrri forystu. Deutsche Welle segir að eldri flokksmenn og ráðherrar SDP í ríkisstjórn hafi á landsfundi eindregið talað fyrir því að viðhalda samstarfinu. Um sex hundruð landsfundarfulltrúar samþykktu í gær að krefjast þess að ríkisstjórnin myndi auka útgjöld sín til félagsmála – að gera velferðarkerfið sveigjanlegra, hækka lágmarkslaun, gera breytingar á almannatrygginga- og lífeyriskerfinu og að frysta leiguverð í ákveðnum borgum í fimm ár. Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður CDU og varnarmálaráðherra, hefur þó hafnað því að endursemja um stjórnarsáttmála flokkanna.Annegret Kramp-Karrenbauer er formaður Kristilegra demókrata (CDU), flokks Angelu Merkel kanslara.GettyErfið síðustu ár SPD hefur átt erfitt uppdráttar síðustu árin og hefur flokkurinn tapað hverjum kosningunum á fætur öðrum, hvort sem það er í kosningum til þjóðþingsins, Evrópuþingsins eða landsþinga. Er svo komið að í nýlegri skoðanakönnun RTL/n-tv mælist flokkurinn með 11 prósent fylgi. Kristilegri demókratar mælast í sömu könnun með 28 prósent, Græningjar með 22 prósent og hægriöfgaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) 14 prósent. Eftir að flokkurinn beið afhroð í kosningunum til Evrópuþingsins síðasta vor tilkynnti Andrea Nahles að hún myndi segja af sér formennsku í flokknum. Síðustu mánuði hafa þrír gegnt hlutverki starfandi formanns, þau Malu Dreyer, Thorsten Schäfer-Gümbel og Manuela Schwesig.
Þýskaland Tengdar fréttir Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Flokkur í miklum vandræðum velur sér nýjan leiðtoga Tilkynnt verður á morgun hver verður næsti leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins. 28. nóvember 2019 13:08