Fótbolti

Samúel Kári bikarmeistari í Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samúel Kári á EM 2016.
Samúel Kári á EM 2016. vísir/vilhelm
Samúel Kári Friðjónsson er bikarmeistari í Noregi eftir að hann og samherjar hans í Viking unnu 1-0 sigur á FK Haugesund.Úrslitaleikurinn fór fram í dag en fyrsta og eina mark leiksins kom á 51. mínútu er Zlatko Tripic skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.Samúel Kári kom inn á sem varamaður er stundarfjórðungur var eftir af leiknum en Axel Óskar Andrésson er enn á meiðslalistanum hjá Víking.Viking var nýliði í norsku deildinni en þeir enduðu í 5. sæti deildarinnar og unnu bikarkeppnina. Flott tímabil nýliðanna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.