Fótbolti

Samúel Kári bikarmeistari í Noregi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Samúel Kári á EM 2016.
Samúel Kári á EM 2016. vísir/vilhelm

Samúel Kári Friðjónsson er bikarmeistari í Noregi eftir að hann og samherjar hans í Viking unnu 1-0 sigur á FK Haugesund.

Úrslitaleikurinn fór fram í dag en fyrsta og eina mark leiksins kom á 51. mínútu er Zlatko Tripic skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu.

Samúel Kári kom inn á sem varamaður er stundarfjórðungur var eftir af leiknum en Axel Óskar Andrésson er enn á meiðslalistanum hjá Víking.

Viking var nýliði í norsku deildinni en þeir enduðu í 5. sæti deildarinnar og unnu bikarkeppnina. Flott tímabil nýliðanna.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.