Innlent

Fimm handteknir vegna mannsláts í Úlfarsárdal

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi.
Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi. Vísir/Frikki

Mikill viðbúnaður lögreglu var í Úlfarsárdal í dag vegna mannsláts. Á þriðja tímanum barst lögreglu tilkynning um að maður hefði fallið fram af svölum í hverfinu. MBL greindi fyrst frá og segir í fréttinni að lögregla hafi þurft að brjóta sér leið inn í íbúð á 2. hæð hússins. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðfesti þetta svo í samtali við Vísi og sagði að fimm einstaklingar hafi verið handteknir vegna málsins. 



Lögregla vildi fyrst ekki gefa upp hvort maðurinn sé lífs eða liðinn, en samkvæmt nýrri tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var maðurinn fluttur á Landspítalann og úrskurðaður látinn eftir komuna þangað. 



Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var hinn látni erlendur ríkisborgari, sem og þeir fimm sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. Margeir gat ekki gefið fréttastofu upplýsingar um tengsl einstaklinganna. Lögregla hefur lokið storfum á vettvangi og rannsókn lögreglu er á frumstigi. 



Fréttin hefur verið uppfærð.

Vísir/Frikki
Vísir/Frikki


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×