Fótbolti

Björn spilaði í stórsigri og Rúnar Alex í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Björn í leik með Rostov
Björn í leik með Rostov vísir/getty

Björn Bergmann Sigurðarson hóf leik á varamannabekk Rostov þegar liðið heimsótti Spartak Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Ragnar Sigurðsson hins vegar fjarri góðu gamni.

Rostov var komið með 0-2 forystu þegar Björn kom inná á 74.mínútu og skömmu síðar var staðan orðin 0-3. Ezequiel Ponce klóraði þá í bakkann fyrir heimamenn áður en Baktiyor Zaynutdinov gulltryggði 1-4 útisigur Rostov sem styrkti þar með stöðu sína í 3.sæti deildarinnar.

Á sama tíma stóð Rúnar Alex Rúnarsson allan tímann í marki Dijon þegar liðið beið lægri hlut fyrir Nantes í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta, 0-1. 

 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.