Innlent

Handtekinn fyrir húsbrot og hótanir á Kjalarnesi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn á Kjalarnesi.
Maðurinn var handtekinn á Kjalarnesi. Vísir/Egill

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna húsbrots og hótana á Kjalarnesi. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi hinna meintu brota og færður á lögreglustöð til skýrslutöku.Þá var tilkynnt um tilraun til innbrots heimahús í Garðabæ í gærkvöldi. Málið er í rannsókn, að því er segir í dagbók lögreglu.Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur. Þeir voru allir látnir lausir að lokinni skýrslutöku nema einn, sem handtekinn var í Árbæ. Hann var vistaður í fangageymslu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.