Innlent

Handtekinn fyrir húsbrot og hótanir á Kjalarnesi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn á Kjalarnesi.
Maðurinn var handtekinn á Kjalarnesi. Vísir/Egill

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna húsbrots og hótana á Kjalarnesi. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi verið handtekinn á vettvangi hinna meintu brota og færður á lögreglustöð til skýrslutöku.

Þá var tilkynnt um tilraun til innbrots heimahús í Garðabæ í gærkvöldi. Málið er í rannsókn, að því er segir í dagbók lögreglu.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur. Þeir voru allir látnir lausir að lokinni skýrslutöku nema einn, sem handtekinn var í Árbæ. Hann var vistaður í fangageymslu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.