Erlent

Konur og börn í Sádi-Arabíu mega loks nota sömu inn­ganga og karlar

Atli Ísleifsson skrifar
McDonald's veitingastaður í Jeddah.
McDonald's veitingastaður í Jeddah. Getty
Yfirvöld í Sádí Arabíu hafa ákveðið að breyta loksins reglum fyrir veitingastaði landsins, sem hingað til hafa verið skyldugir til að hafa tvo innganga inn á staði sína, annan fyrir karlmenn en hinn fyrir konur og börn þeirra.

Raunar hefur dregið úr þessum reglum hægt og rólega síðustu árin og höfðu nokkrir staðir þegar hætt að framfylgja þessari aðskilnaðarstefnu. Nýju lögin eru sögð vera hluti af áformum stjórnvalda um aukið frjálsræði í landinu.

Þeirri breytingu hefur þó fylgt að nú er enn harðar en áður tekið á öllum mótmælum í garð stjórnvalda og hafa mannréttindafrömuðir verið lokaðir í fangelsum ítrekað síðustu misserin, um leið og baráttumál þeirra verða að veruleika.

Fyrr á árinu var konum loks heimilað að ferðast til útlanda án leyfis frá karlmanni og þá hafa konur einnig fengið leyfi til að keyra bíla í konungsríkinu, sem er eitt það auðugasta á jörðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×